Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 2
2 9. maí 2009 LAUGARDAGUR Gylfi, eru þessir menn ekki alveg í sambandi? „Atvinnuþróunarfélögin virðast vera í betra sambandi við kaldar excel- formúlur en hina heitu hugmynda- smíði. Maður spyr sig hvort þau séu mönnuð réttum manngerðum.“ Gylfi Gylfason í Símabæ er óánægður með dræmar viðtökur atvinnuþróunar- félaga á þeirri hugmynd að setja á fót GSM-minjasafn á landsbyggðinni. HEILBRIGÐISMÁL Fyrstu fregnir af svínaflensunni í Mexíkó báru með sér að um banvæna sótt væri að ræða sem legðist þungt á þá sem fyrir henni urðu. Fólk um allan heim bjó sig undir það versta; að nýr faraldur á borð við spænsku veikina væri á leiðinni með til- heyrandi dauðsföllum. Nú, rétt- um hálfum mánuði síðan fyrstu fregnir bárust, hafa tæplega 2.500 manns sýkst, þar af um helmingur í Mexíkó, og 46 hafa látist. Það er því kannski ekki óeðli- legt að menn spyrji sig hvort við- brögðin hafi verið út úr kortinu. Hvort það að hamstra flensulyf og rykgrímur hafi verið nauðsyn- legt. Nefna má til samanburðar að í Bandaríkjunum einum deyja um 36 þúsund úr venjulegri flensu árlega og á bilinu 250 til 500 þús- und um allan heim. „Það er nú hægt að afsaka þessi viðbrögð í upphafi þar sem fyrstu fregnir báru með sér að pestin væri skæð. Þær voru einnig óljós- ar þannig að það var ekki verjandi annað en að hafa viðbúnað. Þetta voru óvissutímar og verður að fyr- irgefast,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir. Hann segir heil- brigðisyfirvöld hér hafa talað gegn því að fólk væri að hamstra lyf og grímur. Nægar birgðir séu til hjá yfirvöldum og hvað grímurn- ar varði séu það helst heilbrigðis- starfsmenn í návígi við sjúkdóm- inn sem þurfi á þeim að halda. Ýmsir, svo sem breski blaðamað- urinn Simon Jenkins, hafa velt því upp hvort stórfyrirtæki í lyfjaiðn- aði og tengdum vörum ýti undir ótta fólks um heimsfaraldur. Þá hlaupi fjölmiðlar til í leit að æsi- fréttum og helli olíu á eldinn til að búa til góða frétt. Haraldur segir að vissulega stýri fjölmiðlar umræðunni og ráði miklu um þá stemningu sem ríkir. Hins vegar sé rétt að taka hættuna alvarlega, 41 ár sé síðan síðasti heimsfaraldur inflúensu kom upp og því líklegt að annar sé væntanlegur einhvern tímann á næstunni. Hve alvarlegur hann verði sé hins vegar ekki vitað. Svínaflensan er nú að þróast út í að verða inflúensa með nýrri veiru. Haraldur segir útbreiðsluna nú í takt við fyrstu bylgju slíkrar flensu og gera megi ráð fyrir að hún komi aftur upp í haust. Mikil- vægt sé hins vegar að taka hlutun- um með ró; nægur tími sé til stefnu og verið sé að vinna að þróun bólu- efnis. „Það er engin ástæða til að vera með ofsahræðslu núna.“ kolbeinn@frettabladid.is Viðbrögð við flensu mikil en skiljanleg Mikið er rætt um svínaflensuna um þessar mundir og þykir sumum nóg um. Sumir telja að verið sé að hræða almenning að óþörfu til að auka sölu á lyfjum og viðbúnaðarvörum. Aðrir telja að um eðlileg viðbrögð við hættu sé að ræða. HARALDUR BRIEM ÓTTINN VIÐ FLENSUNA Fólk víða um heim bjó sig undir heimsfaraldur á við spænsku veikina. Hér heima seldust rykgrímur upp í sumum apótekum. Myndin sýnir kennslu- stofu í Mexíkó. NORDIC PHOTOS/AFP VEÐUR „Það er auðvitað draumi líkast að fá svona veður ofan í þennan harða vetur í efnahagslífi þjóð- arinnar og alkulið sem ríkir í peningamálum bank- anna. Ætli þetta séu ekki einu hlýindin sem munu sjást í bili,“ segir Sigurður Þórður Ragnarsson, Siggi stormur, veðurfræðingur. Siggi spáir hlýindum á landinu í næstu viku og gætu hitatölur á Norðaustur- landi náð allt upp í tuttugu stig um miðja vikuna. Að sögn Sigga verða íbúar Norðausturlands vænt- anlega vitni að algjörum veðurfarslegum viðsnún- ingi í byrjun vikunnar. „Þeir hafa þurft að þola þetta mikla norðanáhlaup, en sumarið kemur á mánudag- inn. Ég staðfesti það hér með og legg mannorðið að veði,“ segir Siggi og skellir upp úr. Þótt veðrið verði sýnu best fyrir norðan segir Siggi að spár geri ráð fyrir almennum hlýindum á landinu. „Þetta gerist hægar sunnan- og vestan- lands, en hitinn er líka á uppleið þar og gæti orðið á bilinu þrettán til sextán gráður á miðvikudaginn. Um miðja vikuna verður sem sagt orðið gott veður um allt land, og vonandi fáum við líka fleiri góðar fréttir af Jóhönnu Guðrúnu í Eurovision. Þetta eru óvenju mikil hlýindi miðað við árstíma.“ Um sumarið fram undan segir Siggi að veðurlags- spár séu hagstæðar. Júní verði í meðallagi, júlí yfir meðallagi og ágúst verði þurr og hlýr. „En auðvitað verða þarna myndarlegar rigningarlægðir. Það er jafn öruggt og að sólin rís í fyrramálið,“ segir Siggi stormur. - kg Siggi stormur spáir mikilli hitasveiflu á landinu í næstu viku: Hitinn gæti náð tuttugu stigum SUMARIÐ Á LEIÐINNI Siggi stormur lofar sumarkomu á mánu- dag. Besta veðrið verður á Norðausturlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁSTRALÍA, AP Ástralíuher hyggst drepa sex þúsund kengúrur á æfingasvæði hersins skammt frá Canberra, höfuðborg Ástralíu. Drápin eru sögð til þess ætluð að vernda sjaldgæfar gróðurteg- undir og skordýr. Ekki eru þó allir á þetta sáttir. Í fyrra hugðist herinn drepa 400 kengúrur á öðru æfingasvæði en mótmælendur stöðvuðu þær framkvæmdir. „Við ætlum ekki að sitja hjá og láta þetta gerast,“ segir Bernard Brennan hjá áströlskum dýra- verndarsamtökum. Mótmælend- ur ætla að fara inn á svæðið í stórum hópum á næstu dögum. - gb Ástralíuher rýmir til: Kengúrudrápin vekja mótmæli INNFLYTJENDUR Á fjórða þúsund hefur nú skráð sig í hóp á netinu til stuðnings Japsý Jacob, ind- verskri konu á Seyðisfirði, sem bíður niður- stöðu Útlend- ingastofnunar um hvort hún megi vera á landinu eður ei. „Það mun vekja mikla óánægju ef hún fær ekki land- vistarleyfi,“ segir Pétur Kristj- ánsson, stofnandi hópsins. Hann telur málefni innflytjenda og hælisleitenda hér í miklum ólestri. Eftir að hann hóf afskipti af máli Japsýar, hafi hann gert sér betur grein fyrir þessu: „Aðstæður þeirra sem sækja um sem flótta- menn eru til dæmis alveg hörmu- legar, sýnist mér.“ - kóþ Indversk kona á Seyðisfirði: Á fjórða þús- und styður nú Japsý Jacob JAPSÝ JACOB EFNAHAGSMÁL Nokkrum úr hópn- um Nýjum tímum var boðið inn á fund með Jóhönnu Sigurðardótt- ur forsætisráðherra og Stein- grími J. Sigfússyni fjármálaráð- herra, þegar þeir mótmæltu fyrir utan Stjórnarráðið í gærdag. Nýir tímar vildu minna stjórn- völd á slæma skuldastöðu heim- ilanna í landinu og kröfðust taf- arlausra aðgerða í þágu þeirra. Skjaldborg um heimilin væri enn hvergi sjáanleg og þolin- mæði flestra Íslendinga að þrot- um komin. Á þriðja hundrað mun hafa mótmælt í gær. - kóþ Mótmæli Nýrra tíma: Ráðherrar buðu mótmælendum inn í Stjórnarráð KREPPTUR HNEFI ÆSKUNNAR Mótmælt var við Stjórnarráðið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BJÖRGUN Snjóbílar frá björgunar- sveitum frá Hellu, Reykjavík og Vík fóru í gær eftir átta göngu- skíðamönnum sem lentu í aftaka- veðri milli Grímsvatna og Esju- fjalla á Vatnajökli. Svanur Lárusson, frá svæðis- stjórn björgunarsveita í Rang- árvallasýslu og Vestur-Skafta- fellssýslu, sagði við Fréttablaðið í gærkvöldi að ferðin væri seinfar- in og gert var ráð fyrir að snjóbíl- arnir kæmu að fólkinu um klukk- an tvö um nóttina. Áður höfðu snjósleðar farið frá Höfn en þurft að snúa við um átta kílómetrum áður en komið var að hópnum. Þá færðist veðurofsinn í aukana og sleðarnir hættu að ganga. „Veðr- ið var orðið svo snarvitlaust að það var engin glóra í því að halda áfram,“ sagði Svanur. Hann sagði enn fremur að fólkið væri vel búið og ekkert amaði að því. Það væri vant og hefði lagt allt kapp á að halda tjöldunum á yfirborði en annars hefði það grafist undir í snjóbílnum. Í hópnum eru tveir Íslendingar og sex Spánverjar og var hann búinn að vera á ferðinni í tvo sólarhringa. - jse Björgunarsveitarmenn fara á snjóbílum á eftir átta skíðamönnum: Veðurtepptir á Vatnajökli SNJÓBÍLL FRÁ LANDSBJÖRG Þeir eru ekki býsna hraðskeiðir snjóbílarnir og því varð skíðafólkið að sýna mikla bið- lund við verstu aðstæður í nótt. STJÓRNMÁL Stofnanir stjórnar- flokkanna koma saman til fundar á morgun og fjalla um fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf. Flokksráð VG hittist á Grand hóteli klukkan níu í fyrramálið en í lögum flokksins er kveðið á um samráð þingflokks og flokks- ráðs komi til stjórnarmyndunar með þátttöku VG. Flokksstjórn Samfylkingar- innar kemur saman á Hótel Sögu klukkan eitt og verður borin upp tillaga um stjórnarsáttmálann og ráðherraskipan flokksins. Áformað er að halda blaða- mannafund í kjölfar funda flokk- anna. - bþs Stjórnarsáttmálinn kynntur: Flokksstofnanir funda á morgun VEÐURFAR Illviðri var víða um land í gær og varaði lögreglan fólk við að vera á ferðinni. Þannig fuku tvö hjólhýsi í hvassviðri undir Ingólfsfjalli, en enginn slasaðist. Lögreglan á Selfossi mælir eindregið gegn því að fólk ferðist með slíkt í rokinu. Fjarðarheiði á Austfjörðum var lokað í kolvitlausu veðri, að mati lögreglunnar þar. Fagridalur var sömuleiðis illfær. Í Vestmanna- eyjum viðraði þó illskár, og lög- reglan þurfti ekki að hlaupa á eftir nema einu trampólíni sem skoppaði um bæinn. - kóþ Illviðri víða um land í gær: Hjólhýsi fuku og vegum lokað SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.