Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 9. maí 2009 3 „Okkur langar til að skapa tilefni til að hægt sé að skemmta sér ærlega, fyrir okkur sjálf og alla hina sem elska suðurameríska menningu,“ segir Guðmundur Thorberg, sem ásamt brasilískri eiginkonu sinni, Adriönu Rosu Barros, stendur fyrir suðuramerískri gleðiveislu í Sól- túni 20 í kvöld. Maturinn verður ekta, drykkirn- ir suðrænir, dansarinn Josy Zareen verður með dansatriði og suður- amerískir tónar á fóninum. Undanfarna daga hafa þau hjón- in verið að undirbúa veisluna. Þar hefur eldamennskan verið fyrir- ferðarmikil. „Adriana og vinkonur hennar hafa verið að matreiða allt mögulegt undanfarna daga. Svo verður allt sett á fullt á laugar- daginn [í dag] til að klára það sem verður að gera samdægurs.“ Guðmundur og Adriana kynntust í Hollandi árið 2003 þar sem þau voru bæði við störf. Þar bjuggu þau þar til í fyrrahaust, þegar þau fluttu til Íslands. „Það var ekki auðvelt fyrir hana að flytja hingað, enda menningin gjörólík og ekki hjálpaði tímasetningin. En svo fór hún að eignast vinkon- ur og þetta fer hægt upp á við. Það eru örugglega margir í svipuðum sporum. Það er um að gera fyrir þá að mæta, finna samkenndina og skemmta sér með okkur.“ Nokkur fjöldi fólks frá Suður- Ameríku er búsettur hér á landi. Þeir eru líka margir Íslendingarnir sem hafa sterk tengsl við Suður- Ameríku, meðal annars þeir sem dvalið hafa þar sem skiptinemar. Meðal þeirra virðist stemningin góð, segir Guðmundur. „Það kemur ekkert á óvart, enda eru Suður- Ameríkubúar með eindæmum lífs- glatt og skemmtilegt fólk.“ Veislan hefst með krakkaveislu frá fimm til hálf átta og partíið hefst svo klukkan átta og stend- ur til tólf. Aðgangseyrir er 2.500 krónur fyrir fullorðna og 500 krón- ur fyrir börn. holmfridur@frettabladid.is Suðuramerísk gleðiveisla Í kvöld geta allir sem vilja notið suður-amerískra tóna, dansað salsa og samba og gætt sér á brasilískum kræsingum. Hjónin Guðmundur Thorberg og Adriana Rosa Barros standa fyrir fyrir brasilískri gleði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Hjónin Adriana Rosa Barros og Guðmundur Thorberg kynna margar hliðar suðuramerískrar menningar í allsherjarveislu í kvöld. Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar fagnar vorkomunni með tónlistarhátíð við Gerðubergstorg. Haldnir verða tónleikar samtímis í þremur sölum í Gerðubergi og húsi Tónskólans að Hraunbergi 2 klukkan 13, 14, 15 og 16. Tón- leikarnir verða því alls tíu en efnis- skrám verður raðað þannig að hver um sig sýni sem best það lit- róf verkefna, nemenda á ýmsum aldri og hljóðfæravals sem skólinn býr yfir. Allir eru velkomnir. Vordagur Tónskólans ÁRLEGUR VORDAGUR TÓNSKÓLA SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR ER HALDINN Í DAG VIÐ GERÐUBERG- STORG Í BREIÐHOLTI. Nemendur Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar eru á öllum aldri. Haldnir verða tíu tónleikar. Þrír í einu í þremur sölum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið SUMAR- STUTTFRAKKAR (með og án hettu )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.