Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 89
LAUGARDAGUR 9. maí 2009 sumarferdir.is Fanabe Costa Sur ALLT INNIFALIÐ Verð frá: 99.999kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í viku. Brottför 1. júlí. Gran Costa Adeje ½ FÆÐI Verð frá: 96.485kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í viku. Brottför 1. júlí. Tenerife Kíktu á júlíverðin! – besta verðið bókast fyrst Þórhallur Guðjónsson, lögg. fast.sali HANDBOLTI Kristján Andrésson getur gert Guif að sænskum meist- ara í handbolta karla í dag þegar liðið mætir Alingsås í úrslitaleik í Globen. Kristján, sem er aðeins 28 ára gamall, er á sínu öðru ári með liðið en hefur bæði árin náð miklu lengra en menn bjuggust við. Nú er hann einum leik frá því að gera GUIF að sænskum meisturum í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta er mjög stór stund fyrir okkur og þetta verður mjög skemmtilegur leikur. Við erum allir mjög spenntir,“ sagði Kristj- án Andrésson, þjálfari Guif, í rútu á leiðinni til Stokkhólms. Aldrei orðið meistarar „Það eru margir mjög ánægðir með að við erum komnir alla leið í úrslit og allir eru stoltir af Guif- liðinu. Liðið hefur aldrei orðið meistari en það hefur komist tvisv- ar áður í úrslitaleikinn og síðast fyrir átta árum,“ sagði Kristján en hann lék þá með liðinu. „Það bjuggust ekki margir við að við myndum komast í úrslita- keppnina því að við misstum tvo markahæstu mennina okkar í fyrra. Hinir leikmennirnir hafa bætt sig mikið og við erum með marga leikmenn í dag sem geta gert góða hluti fyrir liðið,“ segir Kristján. Stuðningsmenn Guif styðja vel við liðið og klæðast allaf rauðu. Þeir kalla sig Rauða hafið en ekk- ert lið í sænsku deildinni fékk fleiri áhorfendur á sína leiki í vetur. Allir að óska manni til hamingju „Við erum búnir að vera með mjög sterka stuðningsmenn á þessu tímabili. Maður sér það líka að það eru margir að labba um í Guif-peysum í bænum og það eru allir að óska manni til hamingju og segjast vona að við vinnum leik- inn,“ sagði Kristján. Guif-liðið sló deildarmeistar- ann Sävehof út úr undanúrslitun- um eftir sigur í oddaleik. Í sænsku úrslitakeppninni fá deildarmeist- arnir að velja sér mótherja í 8 liða og undanúrslitum. „Þeir vildu spila við okkur. Þeir voru ekki búnir að tapa fyrir okkur í sautján leikjum í röð og héldu örugglega að þeir myndu vinna okkur,“ segir Kristján en bætir við Voru hræddir við að tapa „Þeir voru mjög hræddir við tapa en við börðumst eins og við gátum og vorum með góðan markmann. Við vorum bara sterkari í lokin og náðum að vinna. Þetta var frábær leikur,“ sagði Kristján. Það hefur reynt mikið á Kristján því hann hefur þurft að byggja upp nýtt lið með ungum leikmönnum. „Við erum búnir að missa leik- menn fyrir bæði tímabilin en við erum líka búnir að fá nokkra unga menn til okkar auk þess sem þeir sem eftir voru hafa nýtt tækifær- ið ótrúlega vel,“ segir Kristján og bætir við. „Auðvitað er ég stoltur af mínu liði og hvernig það hefur vaxið og dafnað þessi tvö ár. Það eru ótrúlega margir stákar sem hafa orðið betri leikmenn og eru að verða klókari og klókari. Það er mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim. Þeir hafa komið á allar æfingar til að verða betri og það er mjög skemmtilegt að þjálfa þannig leikmenn,“ segir Kristján. Mikil umfjöllun um liðið Hann hefur ekki áhyggjur af reynsluleysi sinna manna þrátt fyrir ungan aldur. „Það hefur verið mikil umfjöll- un um liðið í fjölmiðlum í Svíþjóð og margir vilja fylgjast með liðinu. Við erum að reyna að fá leikmenn- ina til að einbeita sér að leiknum. Þetta er mjög góðir strákar sem léku úrslitaleiki þegar þeir voru yngri. Þeir eru vanir þessu. Við höfum fengið mjög marga áhorf- endur á pallana í vetur og ég vona að þeir séu vanir þessu. Við munum gera allt til þess að vinna leikinn,“ segir íslenski þjálfarinn. Skeggið sést ekki á öllum Kristján státar nú af myndarlegu alskeggi og það er ekki að ástæðu- lausu. „Það er bara fyrir þessa úrslita- keppni. Þeir eru með það sem þeir kalla „slutspelsskägg“ hér í Sví- þjóð. Það þýðir að maður byrjar að safna frá fyrsta leik í úrslita- keppninni og allt liðið hefur gert það. Ég er með mjög unga leik- menn þannig að það sést ekki á öllum þótt þeir séu búnir að safna í þrjár vikur,“ segir Kristján í létt- um tón. „Ég má raka mig eftir leikinn og ég geri það hvernig sem fer. Ég er byrjaður að venjast því að hafa skegg en það verður mjög gott að raka sig aftur,“ segir Kristján. Kristján segir góða umgjörð hjá Guif skipta miklu máli. „Þetta er búið að vera stórt ævintýri. Ég hef haft góðan aðstoðarþjálfara og gott fólk í kringum liðið,“ segir Kristján. „Það væri fyrsta skiptið sem Guif vinnur titilinn og það væri mjög skemmtilegt fyrir allar þær manneskjur sem hafa verið að vinna fyrir félagið í mörg, mörg ár. Ég vona það virkilega að við vinnum,“ sagði hann að lokum. ooj@frettabladid.is ÞAÐ VERÐUR GOTT AÐ FÁ AÐ RAKA SIG AFTUR Stuðningsmenn Guif kalla sig Rauða hafið og ætla að fjölmenna í Globen í dag og hjálpa Íslendingnum Kristjáni Andréssyni að gera Guif að sænskum meist- ara í fyrsta sinn. Kristján hefur byggt upp nýtt lið á tveimur árum. „SLUTSPELSSKÄGG“ Kristján Andrésson er kominn með myndarlegt alskegg. MYND/TOMMY HOLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.