Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 10
 9. maí 2009 LAUGARDAGUR ATVINNUMÁL „Þessi mál hafa ekki gengið jafn hratt fyrir sig og við vonuðum. Upplýsingar hafa bor- ist hægt frá Kanada og þar af leið- andi hefur upplýsingamiðlun frá okkur til þeirra sem hafa áhuga ekki verið eins mikil og vonir stóðu til,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, og Nancy Allan, ráðherra atvinnu- og inflytj- endamála í Manitoba í Kanada, undirrituðu í byrjun mars sam- komulag sem ætlað er að skapa tímabundna atvinnumöguleika fyrir Íslendinga vestra. Að sögn Gissurar voru fyrstu tíu starfsumsóknirnar frá Íslending- um sendar til Kanada í vikunni. „Ég vonast til að aðsóknin aukist þegar upplýsingamiðlunin kemst á skrið, og einhverjir tugir í það minnsta nýti sér þetta tækifæri á þessu ári. Listi frá Kanada með upplýsingum um hvers kyns störf eru í boði barst ekki til okkar fyrr en nokkru eftir páska, og hann er nú að finna á vef Vinnumálastofn- unar.“ Gissur fer til Kanada í lok mán- aðarins til að kynna sér uppbygg- ingu vinnumarkaðarins og þau fyrirtæki sem auglýsa eftir starfs- fólki. „Að sjálfsögðu er það mjög stór ákvörðun að rífa sig upp og fara um svona langan veg, og háð aðstæðum fólks. En það er mikill velvilji fyrir þessu verkefni, bæði þar vestra og eins hér hjá okkur,“ segir Gissur Pétursson. - kg Vinnumálastofnun hefur sent tíu atvinnuumsóknir Íslendinga til Kanada: Gengið hægar en við vonuðum STÖRF Í BOÐI FYRIR ÍSLENDINGA Í MANITOBA- FYLKI Í KANADA Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar Bifvélavirkjar Starfsmenn við hleðslu múrsteina Myllusmiðir og vélsmiðir Rafvirkjar Vélvirkjar fyrir þungavinnuvélar Málarar og veggfóðrarar Múrarar V ÍK SANDSTONE H E IÐMÖRK Léttur fl ísfatnaður úr Polartec® Power Stretch®, efni sem teygist á fjóra vegu og heldur vægum hita á líkamanum. Mjúkir og léttir gönguskór úr rúskinni með Vibram veltisóla, höggvörn á tá og GORE-TEX vatnsvörn. Léttur, vatnsheldur fatnaður sem hleypir rakauppgufun vel í gegnum sig. Renndur á hlið til þess að auðvelt sé að fara í hann. bolur og leggings La Sportiva regnfatnaður Verð bolur: 13.800 kr. Verð buxur: 10.800 kr. Verð: 19.800 kr. Verð stakkur: 18.900 kr. Verð buxur: 10.800 kr. Waldorfgrunnskólinn er fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Starfið byggir á uppeldisfræði Rudolfs Steiner með sköpunarkraft einstaklingsins að leiðarljósi. Listræn framsetning og úrvinnsla alls námsefnis og heilbrigt félagslegt umhverfi eru sett í forgrunn. Opið hús verður í skólanum laugardaginn 9. maí frá kl. 13-15. Allir velkomnir! UMHVERFISMÁL Sveitarstjórn Mýr- dalshrepps hefur til umræðu drög að tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem lagt er til að innheimt verði gjald fyrir aðgöngu að Dyr- hólaey og umferð einkabíla bönn- uð. Umhverfisstofnun lagði tillög- urnar fram og hafa þær vakið nokkurn ugg meðal fólks í ferða- þjónustunni. Farið verður á hóp- ferðabílum sem koma „úr héraði“ eins og segir í drögunum og á sér- stökum tilgreindum tímum sólar- hrings. Á varptíma, frá 1. maí til 25. júní, verða einungis farnar ein eða tvær ferðir á dag en þess ber að geta að á þessu tímabili hefur umferð um eyna verið bönnuð undanfarin ár. „Þannig að það má segja að verið sé að opna fyrir umferð en ekki aðeins verið að hefta aðgang,“ segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri. Hann segist þó ekki hafa tekið afstöðu til máls- ins. Það hefur Elías Guðmundsson, talsmaður Ferðamálafélags Mýr- dalshrepps, hins vegar gert og er hann ekki alls kostar ánægður. „Það er margt í þessum drögum sem skarast á við hag þeirra sem vinna í ferðaþjónustunni,“ segir hann. „Hagur hennar snýr fyrst og fremst að því að hafa eyna alveg opna og að þar fari ekki fram nein gjaldtaka. Eins erum við ósátt við það hversu heft aðgengið er sam- kvæmt þessum tillögum.“ Ari Arnórsson leiðsögumaður segir það alvarlegt ef Umhverfis- stofnun ætli að fara þá leið að láta ferðamenn borga fyrir aðgengi að okkar helstu náttúruperlum. „Hvað gerir leiðsögumaður sem kemur þangað með hóp og einir vilja borga sig inn og aðrir ekki?“ spyr hann. „Á að láta þá sem ekki vilja borga bíða á bílastæð- inu? Þetta er ekki góð leið sem Umhverfisstofnun ætlar að opna fyrir.“ Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatnsskarðshólum, hefur ásamt fleirum ábúendum í grenndinni nytjarétt af eyjunni. Hann segir fuglalífið ekki þola umferðina eins og hún hafi verið undanfarin ár. „Það er heldur ekki svo að við séum að fara að græða á gjaldtök- unni,“ segir hann. „Heldur verður stofnað félag sem mun nota þessa peninga til að viðhalda staðnum.“ Ekki hefur verið ákveðið hve- nær verkefnið hefst en sveitar- stjórn Mýrdalshrepps mun ræða það á fundi sínum 20. þessa mán- aðar. Hjalti Guðmundsson, sviðs- stjóri náttúruauðlindasviðs Umhverfisstofnunar, segir að það verði kynnt almenningi áður en því verður ýtt úr vör. jse@frettabladid.is Reynt að binda enda á Dyrhólaeyjardeilu Tillögur um að taka gjald fyrir aðgengi að Dyrhólaey og að banna umferð einkabíla þar leggst illa í ferðaþjónustufólk. Tillögurnar eru ræddar í sveitar- stjórn og er ætlað að binda enda á áralangar deilur um málið. SVEINN PÁLSSON DYRHÓLAEY Réttur manna á að njóta náttúruperlna og réttur nytjahafa virðast skar- ast í Dyrhólaey. Tillögur Umhverfisstofnunar virðast enn sem komið er ekki líklegar til að binda enda á þá löngu deilu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.