Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 87
LAUGARDAGUR 9. maí 2009 59 FÓTBOLTI Níu leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og er hart barist á toppi sem botni. Liverpool getur skotist á topp- inn í dag með sigri á West Ham á Upton Park. Manchester United mætir síðan grönnum sínum í City á sunnudag. Liverpool-menn kætast yfir því að þeir Fernando Torres og Javi- er Mascherano verða væntanlega klárir í slaginn en þeir hafa verið að glíma við meiðsli. Xabi Alonso verður aftur á móti ekki með en hann er enn að jafna sig eftir glæp- samlega tæklingu Joey Barton. „Hver einasta vika er tækifæri fyrir okkur til þess að setja pressu á Manchester United. Við verð- um því að næla í þrjú stig,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool. „Við verðum bara að halda áfram að vinna okkar vinnu og maður veit aldrei hvað getur gerst.“ Gianfranco Zola, stjóri West Ham, er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að eiga heima- leik gegn Liverpool. „Maður vill frekar mæta Liverpool á Anfield því árangur liðsins á útivelli er stórkostlegur,“ sagði Zola. „Þetta verður erfitt en leikmenn- irnir eru ákveðnir í að ná árangri. Við verðum samt að skapa usla til þess að eiga möguleika því annars munu þeir valta yfir okkur.“ Það verður væntanlega blóðug barátta á Old Trafford á sunnu- daginn eins og venja er þegar Man. Utd og Man. City mætast. Gary Neville er í leikmannahópi Unit- ed en hann hefur verið frá vegna meiðsla í mánuð. Wes Brown er einnig frá. Carlos Tevez, Dimitar Berbat- ov og Paul Scholes fá líklega að spila. Óvissa er með þáttöku Shaun Wright-Phillips, leikmanns City, en hann er meiddur á ökkla. Sömu sögu er að segja af Pablo Zabaleta. - hbg Enska úrvalsdeildin fer á fulla ferð um helgina og spennan heldur áfram: Kemst Liverpool á toppinn í dag? MEIDDUR Xabi Alonso er enn að jafna sig eftir groddatæklingu Joey Barton og spilar ekki með Liverpool í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Það á ekki af varnar- manninum Wes Brown að ganga. Hann hefur verið mikið meiddur í vetur og nú er ljóst að hann mun ekki taka neinn þátt á lokasprett- inum þetta tímabilið. „Það kom aðeins babb í bátinn með meiðslin hjá Wes. Þetta er ekkert stórvægilegt en tímabil- ið er að verða búið og við viljum ekki tefla á tvær hættur með þessi meiðsli,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Brown hefur einungis komið við sögu í tveimur leikjum síðan í október. Hann byrjaði að æfa á ný í apríl en þarf að bíða fram að næsta hausti til að spila strax. - hbg Wes Brown: Spilar ekki meira með Utd. FÓTBOLTI Mark Hughes, knatt- spyrnustjóri Man. City, segir ekk- ert hæft í þeim fréttum spænskra fjölmiðla að Raul, framherji Real Madrid, sé á óskalista félagsins. „Það er sífellt verið að orða okkur við hina og þessa leik- menn. Þessi frétt kemur frá Spáni og á sér enga stoð í raun- veruleikanum,“ sagði Hughes sem ætlar sér samt að versla í sumar enda nóg til af seðlum hjá félaginu. „Við erum að leita að leikmönn- um sem munu passa vel við þá góðu leikmenn sem við höfum nú þegar hjá félaginu. Það þarf að styrkja liðið á ákveðnum stöð- um og við munum leita að bestu mönnunum í þær stöður. Við munum ekki drífa okkur held- ur vera þolinmóðir og semja á réttum nótum,“ sagði Hughes en félög hækka eðlilega verðmiðann þegar Man. City er annars vegar enda eitt fárra félaga sem á miklu meira en nóg af peningum. „Við munum skoða markaðinn mjög ítarlega og ef við þurfum að bíða til þess að fá rétta mann- inn á réttum kjörum þá er það allt í lagi. Við skoðum manninn, meiðslasöguna og hvernig per- sónuleikar eru á ferðinni. Allir þessir þættir skipta okkur máli enda þurfa menn að eiga erindi í hópinn.“ - hbg Mark Hughes: Raul ekki á leið til Man. City RAUL Ekki á leið til Englands. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 42 57 9 05 /0 8 Göngudagar afsláttur af öllum gönguskóm frá fimmtudegi til sunnudags. Öll helstu merkin í gönguskóm. 20%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.