Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 32
32 9. maí 2009 LAUGARDAGUR
M
ikið umrót á sér
nú stað í bíla-
iðnaði heimsins.
General Mot-
ors, sem í ára-
tugi var stærsti
bílaframleiðandi heims, kann fyrir
lok þessa mánaðar að vera tekinn
til gjaldþrotaskipta, og Chrysler,
sá minnsti af bandarísku „risun-
um þremur“, er nú þegar í gjald-
þrotsmeðferð. Ford er sá eini af
Detroit-risunum sem sér fram á að
geta bjargað sér upp á eigin spýt-
ur í gegnum kreppuna miklu sem
skollin er á og kemur sérstaklega
hart niður á skuldsettum bílafram-
leiðendum.
Bezta vonin sem Chrysler á um
að eiga sér framhaldslíf er að til-
boð Fiat Group SpA, stærsta bíla-
framleiðanda Ítalíu, um að yfir-
taka Chrysler í áföngum og stýra
endurreisn fyrirtækisins upp úr
rústum gjaldþrotsins, gangi eftir.
Samkomulagið felur í sér að Fiat
fái til að byrja með tuttugu pró-
senta hlut í „nýja Chrysler“ á móti
sjúkratryggingasjóði starfsmanna
Chrysler og öðrum kröfuhöfum.
Hlutur Fiat hækki svo í áföngum í
35 prósent og gerist félagið meiri-
hlutaeigandi frá árinu 2013.
Marchionne fullur metnaðar
En Sergio Marchionne, forstjóri
Fiat, ætlar ekki að láta þar við sitja.
Hann á nú í viðræðum um að Fiat
yfirtaki einnig Evrópudeild GM, en
uppistaðan í henni er þýzku Opel-
verksmiðjurnar. Til hennar heyra
líka Vauxhall, systurmerki Opel í
Bretlandi, og sænsku Saab-verk-
smiðjurnar. Hugmynd Marchionne
er að gera úr fyrirtækjunum þrem-
ur – Fiat Auto, Opel og Chrysler –
eina samsteypu. Hún myndi með
ársframleiðslu upp á meira en sex
milljónir bíla (miðað við sölutöl-
ur ársins 2008) veita Volkswagen-
samsteypunni samkeppni um að
vera annar stærsti bílaframleið-
andi heims á eftir Toyota.
Þau tíðindi urðu reyndar hjá
Volkswagen í vikunni, að áform
Porsche-sportbílasmiðjunnar
þýzku um að stækka hlut sinn í
VW úr 51 í 75 prósent runnu út
í sandinn vegna fjármögnunar-
vandkvæða. Þess í stað verða fyr-
irtækin tvö sameinuð í einu sam-
eiginlegu eignarhaldsfélagi. Með
því verður Porsche aðeins eitt af
hinum mörgu merkjum VW-sam-
steypunnar. Auk VW eru þau Audi,
Skoda og Seat, að viðbættum sport-
og lúxusbílamerkjunum Lamborg-
hini, Bentley og Bugatti. Þá á VW
líka kjölfestuhlut í Scania-vöru-
bílasmiðjunni sænsku.
Störf gegn ríkisábyrgðum
Lykilatriði í áformum Marchi-
onne um yfirtöku Fiat á Opel er að
honum takist að sannfæra þýzka
ráðamenn, bæði í sambandsríkis-
stjórninni í Berlín og í þeim sam-
bandslöndum (fylkjum) Þýzkalands
þar sem Opel-verksmiðjur eru, um
að áformin skili því að sem flest
störf haldist í Þýzkalandi. Á móti
ætlast Marchionne til að rausn-
arleg lán með þýzkri ríkisábyrgð
fáist til að fjármagna verkefnið.
Marchionne vonast til að það
dugi til að fá viðkomandi þýzka
ráðamenn á sitt band að lýsa fyrir
þeim sýn sinni um að stofna stór-
an, nýjan, evrópskan bílaframleið-
anda, sem geti nýtt sér alþjóðlega
stærðarhagkvæmni til að standa
vel að vígi í samkeppninni á heims-
markaði.
Á fimmtudag var fullyrt í
þýzkum fjölmiðlum að þýzk stjórn-
völd væru tilbúin með viðbragðsá-
ætlun ef til gjaldþrots GM skyldi
koma. Samkvæmt þeirri áætlun er
gert ráð fyrir að mun fleiri störf
myndu tapast í Þýzkalandi við slíkt
gjaldþrot en ef áform Fiat um yfir-
töku á Evrópudeild samsteypunnar
gengju eftir.
Reyndar hafa fleiri aðilar sýnt
áhuga á Opel, ekki sízt austur-
rísk-kanadíski íhlutaframleiðand-
inn Magna. En Fiat þykir vera í
mun sterkari stöðu eins og sakir
standa.
„Draumahjónaband“
„Við munum læra ýmislegt af hvor
öðrum,“ segir Marchionne um
samruna Opel og Fiat í viðtali við
Financial Times í vikunni. „Þetta
yrði algert draumahjónaband iðn-
aðarlega.“
Marchionne höfðar einnig til
Evrópuhugsjónarinnar: „Þetta er
raunverulegt tækifæri til að sýna
að Evrópusambandið virki sem
bandalag,“ hefur FT eftir honum.
„Ef við gerum þetta ekki ber það
vott um að okkur hafi mistekizt að
koma á skilvirkum innri markaði
Evrópu.“
Fái Marchionne sitt fram verð-
ur hið nýja, sameinaða fyrirtæki
sett á markað strax í sumar, og
þá undir nýju nafni. „Mér finnst
Fiat/Opel hljóma vel,“ segir hann.
„En ef þeir vilja hafa Opel-nafnið
á undan er það líka allt í lagi mín
vegna.“
Samlegðaráhrif
Að sögn Marchionne fælist mesti
ávinningurinn af þessum samruna
Fiat og Opel í samlegðaráhrifum í
framleiðslu minni og meðalstórra
bíla. Þau myndu skapa möguleika
á að spara kostnað. En þau munu
líka óhjákvæmilega fela í sér fækk-
un starfa og lokun einhverra fram-
leiðslueininga, sem gerir málið
pólitískt viðkvæmt þegar stjórn-
málamenn og forsvarsmenn verka-
lýðsfélaga eru komnir með hendur
í spilið.
Evrópudeild GM rekur nú tíu
verksmiðjur (þar sem ýmist eru
framleiddar vélar og aðrir íhlutir
eða heilir bílar eru settir saman) –
þar af eru fjórar í Þýzkalandi eins
og áður segir. Fiat heldur úti ellefu
verksmiðjum í fjórum Evrópulönd-
um.
Aðkoma Fiat að Chrysler yrði
í formi stjórnunar og með því að
leggja til bílvélar og aðra tækni
fyrir minni bíla, sem Chrysler
skortir tilfinnanlegast til að eygja
aftur möguleika á að öðlast þá sam-
keppnishæfni sem þarf til að fyr-
irtækið nái að verða arðbært á ný,
að gjaldþrotameðferð og skuldaaf-
skriftum afstöðnum. Yfir átta millj-
arðar Bandaríkjadala töpuðust á
rekstri Chrysler í fyrra. Nærri
þriðjungs samdráttur varð í sölu
bíla fyrirtækisins (af merkjunum
Chrysler, Dodge og Jeep) á síðast-
liðnu ári miðað við árið á undan.
Það er af sem áður var. Fyrir 25
árum framleiddu „risarnir þrír“
enn átta af hverjum tíu bílum sem
seldust í Bandaríkjunum. Á árinu
2008 var þetta hlutfall orðið vel
innan við helmingur.
Sporin hræða
Fyrri reynsla evrópskra bílafram-
leiðenda af yfirtöku á bandarískum
er ekki góð. Daimler-Benz, fram-
leiðandi Mercedes-Benz, yfirtók
áttatíu prósenta hlut í Chrysler árið
1998. Þær vonir sem bundnar voru
við hið sameinaða fyrirtæki Daim-
lerChrysler rættust aldrei og í maí
2007 fór svo að Chrysler var aftur
selt út úr samsteypunni til fjárfest-
ingarfélags fyrir brot af því fé sem
Daimler hafði lagt því til.
Enn verr fór fyrir Renault frá
Frakklandi er fyrirtækið fór á átt-
unda áratugnum í samstarf við
American Motors Corporation
(AMC), en það var þekktast fyrir
framleiðslu Jeep-jeppanna. Því
samstarfi var slitið árið 1987 þegar
Chrysler keypti AMC.
Setur þrýsting á aðra
Samrunaævintýri Fiat-forstjórans
er þó talið setja stóraukinn þrýst-
ing á aðra meðalstóra bílafram-
leiðendur að huga að því að snúa
bökum saman. Er þar sérstaklega
horft til frönsku keppinautanna
PSA, sem framleiðir Citroën og
Peugeot, og Renault. Renault á nú
þegar í samstarfi við japönsku Nis-
san-verksmiðjurnar.
Hvað sem úr verður er ljóst að
miklir umbrotatímar eru nú í bíla-
iðnaði heimsins. Gamlir risar falla
og nýir munu rísa.
Umbrotatímar í bílaiðnaðinum
Skuldsettir bílaframleiðendur standa illa í heimskreppunni sem skollin er á og horfur eru á mikilli uppstokkun í þessum lykiliðnaði
hins hnattvædda hagkerfis. Að sögn Auðuns Arnórssonar ætlar Fiat sér að koma út úr kreppunni sem stærsti sigurvegarinn.
Metnaður til að mynda risasamsteypu
Fiat Group Automobiles
(Fiat, Alfa Romeo, Lancia, Abarth, Fiat Professional)
verður skilið frá móðurfélaginu
Fjöldi seldra bíla: 2,15 millj. (2008)
Starfsmenn: 53.000 (31.12. 2008)
Nýtt fyrirtæki á að verða til
við yfirtöku á:
Evrópudeild GM
Í fyrstu Opel
(seinna líka Saab
og Vauxhall)
Fjöldi seldra bíla: 1,46 millj. (2008)
Starfsmenn: 26.000 (maí 2009)
Yfirtaka í fyrstu á 20%
upp í 35% hlut,
stefnt að meirihluta frá árinu 2013
Fjöldi seldra bíla: 2,01 millj. (2008)
Starfsmenn: 54.000 (maí 2009)
GAMALL RISI FELLUR Merki General Motors flagnar af reykháfi á bílaverksmiðju í
Janesville í Wisconsin, þar sem framleiðslu hefur verið hætt. NORDICPHOTOS/AFP
MÖRG STÖRF Í HÚFI Unnið að smíði Opel Insignia-bílum í verksmiðju Opel í Rüsselsheim í Þýzkalandi. 26.000 manns starfa hjá
Opel í Þýzkalandi, sem er um helmingur alls starfsfólks Evrópudeildar GM. NORDICPHOTOS/AFP