Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 94
66 9. maí 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. egna, 6. drykkur, 8. tímabils, 9. sníkjudýr, 11. ekki, 12. afspurn, 14. stjörnuár, 16. tónlistarmaður, 17. maka, 18. for, 20. gangflötur, 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. kaups, 3. dreifa, 4. hefðarklerkur, 5. írafár, 7. undirförull, 10. arinn, 13. næra, 15. svall, 16. kóf, 19. slá. LAUSN LÁRÉTT: 2. espa, 6. öl, 8. árs, 9. lús, 11. ei, 12. umtal, 14. sólár, 16. kk, 17. ata, 18. aur, 20. il, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. sölu, 3. sá, 4. preláti, 5. asi, 7. lúmskur, 10. stó, 13. ala, 15. rall, 16. kaf, 19. rá. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 2,5 prósentustig. 2 Cotel-fangelsið. 3 Tom Henning Øvrebø. „Þetta er gífurlega mikill heiður. Þessu fylgja verðlaun sem hljóða upp á hvorki meira né minna en tíu þúsund dollara skólastyrk í kvik- myndaskóla í Nashville,“ segir Árni Beinteinn, hinn ungi og bráð- efnilegi kvikmyndagerðarmaður með meiru. Hann hreppti nýver- ið titilinn „The Best Young Film- maker“ á alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Nashville, Nashville Film Festival, sem haldin var í fertug- asta sinn. Stuttmynd Árna Beinteins „Auga fyrir auga“, sem frumsýnd var fyrir réttu ári, var á þessari stóru og virtu kvikmyndahátíð sem svo leiddi til þess að Árni Beinteinn hlaut þennan tilkomumikla titil: Besti kvikmyndagerðarmaðurinn undir átján ára aldri. Og ekki gerir það árangur hans minni að Árni er nýlega orðinn fjórtán ára og var því að keppa við sér eldri menn. „Ég og Kvikmyndamiðstöð einnig höfum verið að senda myndina á ýmsar hátíðir. Fjöldi mynda berst á Nashville-hátíðina og af þeim eru tíu valdar úr og þær sýndar í kvikmyndahúsi á hátíðinni. Dóm- nefnd fer yfir þetta og ég var sem sagt valinn,“ segir Árni. Sem nú íhugar hinn rausnarlega skóla- styrk sem fylgir verðlaununum og veltir fyrir sér kvikmyndaskólan- um – en honum sýnist þetta vera háskóli og hann þarf helst að vera átján ára til að sækja hann. „Þetta er aðallega heiðurinn og meira en lítill heiður. Og mun vonandi verða myndinni og mér til framdráttar. Ég er alltaf með nokkrar myndir á teikniborðinu. Spennandi væri að fá tækifæri til að gera aðra mynd í sumar. Maður verður að halda sér við svo maður gleymi þessu ekki,“ segir Árni, sem fór ekki til Nashville sökum anna en fjöldi þekktra nafna úr kvikmyndabrans- anum var á hátíðinni. Má þar nefna menn á borð við William Shatner, Vincent D‘Onofrio og hinn aldna höfðingja Hal Holbrook. Undanfarna þrjá mánuði hefur Árni verið að æfa baki í brotnu veigamikið hlutverk sem hann fer með í Söngvaseiði. Fréttablað- ið ræddi við Árna á frumsýning- ardag (í gær) og var hann spennt- ur heima við að undirbúa sig og fullur tilhlökkunar fyrir kvöld- ið. „Nei, ekkert stressaður. Bara spenntur,“ segir Árni Beinteinn – fjölhæfur með afbrigðum og á framtíðina fyrir sér. jakob@frettabladid.is ÁRNI BEINTEINN: KEMST EKKI Í KVIKMYNDASKÓLANN FYRR EN 18 ÁRA Hreppti þúsund dollara skólastyrk á þekktri hátíð Robert De Niro verður á meðal listamanna á sýningunni Frá Unu- húsi til Áttunda strætis sem verð- ur opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum 15. maí. Ekki er þó um leikarann heimsfræga að ræða heldur föður hans sem lést árið 1993. Soffía Karlsdóttir, kynning- arstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að De Niro eldri hafi verið afar virtur listmálari. „Það er nokkuð sem fæstir vita. Það eru mörg fín verk eftir hann,“ segir hún. Hann lagði stund á málara- listina hjá sama lærimeistara og Louisa Matthíasdóttir og Nína Tryggvadóttir en einnig verða sýnd verk eftir þær sem hafa ekki sést áður hér á landi. Verk Lou- isu og Nínu eru frá miðri síðustu öld þegar þær voru fastagestir í Unuhúsi og frá námsárum þeirra í New York hjá Hans Hofmann, þeim sama og kenndi De Niro. „Þetta var ákveðinn vinahópur sem hékk saman,“ segir Soffía. Verk Hofmanns verða einnig á sýningunni ásamt verkum tveggja annarra nemenda. Gríðarleg tryggingarverðmæti fylgja verkunum og að sögn Soff- íu eru þau metin á hálfan millj- arð króna. „Þetta eru verk sem við erum að fá að utan með mikl- um tilkostnaði enda eru þetta svo virtir málarar. Við teljum okkur lukkunnar pamfíla að hafa feng- ið þessi verk.“ Hún segir De Niro yngri ekkert koma nálægt sýning- unni. „Það er ákveðið gallerí sem fer með verk föður hans og við fáum verkin lánuð þaðan. Hann kemur ekki nálægt því en þetta er faðir hans og hann hlýtur að fylgjast með og eiga einhver verk eftir hann. Það er óneitanlega skemmtilegt að sjá þessa nýju hlið á Robert De Niro.“ - fb De Niro á Kjarvalsstöðum ROBERT DE NIRO ELDRI Eins og sjá má eru líkindin með Robert De Niro eldri og syni hans afar mikil. MÁLVERK Eitt verka Robert De Niro eldri sem verður sýnt á Kjarvalsstöðum. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Aldur: 42 ára. Starf: Kvik- myndagerðar- maður og rithöfundur. Fjölskylda: Kvæntur Heiðrúnu Gígju Ragnars- dóttur, verkfræðingi hjá Össuri. Þau eiga Ragnar Orra sem er tveggja ára. Foreldrar: Sigurgeir Jónasson bryti og Margrét Björnsdóttir starfsleið- beinandi. Búseta: Garðastræti í Reykjavík og Laguna Beach í Appelsínusýslu í Kaliforníu. Stjörnumerki: Vatnsberi. Sigurgeir Orri frumsýndi fyrir skömmu heimildarmynd sína Alfreð Elíasson & Loftleiðir. Linda Pétursdóttir, fyrrum Ungfrú heimur og framkvæmdastjóri Baðhússins, fór á kostum í viðtali við breska stórblaðið Times í vikunni. Linda var í hópi með tíu alheimsfegurðar- drottningum þar sem þær ræddu um hvernig þessi umdeildi titill hefur leikið þær og hvað hefur á daga þeirra drifið frá því að þær voru krýndar þessari nafnbót. Blaðakonan Valantine Low á heiðurinn að þessari samkundu og er Linda kynnt til sög- unnar sem einstæð móðir og því bætt við að hún hafi eitt sinn verið valin frumkvöðull ársins. Valantine tekur síðan smá spjall við fegurðardrottningarnar, rifjar upp fjölbreytt lífshlaup þeirra og spyr þær út í þessa keppni. Linda heldur sig augljóslega til hlés þar til kemur að myndatökunni en þá kemur hún inn í greinina af miklum krafti. Á meðan feg- urðardrottningarnar velta vöngum yfir því í hverju þær eiga að vera stendur Linda álengd- ar. „Mér er alveg sama, ég verð bara aftast,“ segir Linda við blaðamanninn, sem verð- ur hálf hlessa. Að kona sem eitt sinn þótti sú fegursta í öllum heiminum skuli vera svona hæversk. „Þetta er ekki minn lífsstíll,“ bætir Linda við og lítur á nýlegri sigurvegara og veltir fyrir sér klæðnaði þeirra með augun- um. Blaðamaður Times fær þá á tilfinning- una að Linda sé ekki beint aðdáandi ævintýra- heimsins sem umlykur Miss World-keppnina. Og Linda neitar meira að segja að svara spurningum um hvað henni finnist um Miss World, leggur frekar til að blaðamaðurinn spyrji um efnahagsástandið á Íslandi. „Því það er mun verra en margur heldur,“ segir Linda, alveg blákalt. Hún fellst síðan á að ræða aðeins um eftirmál krúnunnar, segir bæði góða og slæma hluti hafa komið út úr því. „Á einu augabragði vissu allir allt um mig á Íslandi því við erum jú svo lítil þjóð. Mér tókst reyndar að nýta mér þennan með- byr og stofnaði fyrirtæki,“ segir Linda. - fgg Linda Pé hógvær í viðtali við Times AFNEITAR MISS WORLD Linda Pétursdóttir hálfpartinn afneitar Miss World en viðurkennir að hún hafi getað notað titilinn til góðs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA EFNILEGUR ÁRNI BEINTEINN Var valinn besti kvikmyndagerðarmaður- inn undir átján ára aldri á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Nashville. Bjarni Haukur leikhússtjóri er í skýj- unum yfir viðtökum sem Grease, sem frumsýnt verður 11. júní, hefur fengið en þegar miðasala var opnuð seldist á rúmlega sex sýningar eða hátt í þrjú þús- und miðar. Ljóst má því vera að landsmenn muni taka söngleiknum opnum örmum sem oft fyrr. Æfingar eru hafn- ar en meðal leikara í sýningunni eru hin reynslumiklu Unnur Ösp Stefánsdóttir, Álfrún Örnólfsdóttir og Magnús Jónsson. Styrktartónleikar sem haldnir voru fyrir Steingrím Eyfjörð Guðmunds- son, tónlistar- og hljóðmann, í Þjóðleikhúskjallaranum á fimmtu- dagskvöld þóttu takast afskaplega vel. Var troðfullt hús vina og vel- unnara Steingríms en safnast hefur vel á eina milljón. Steingrímur, sem er með hvítblæði, býr sig nú undir för til Svíþjóðar í beinamergsskipti. Steingrímur hefur dvalið á Land- spítalanum að undanförnu en vinir hans tóku tónleikana upp og voru þeir sendir honum á sjúkrabeð beint í gegnum tölvu. Farþegar voru búnir að koma sér fyrir í sætum sínum í flugvél Iceland Express á fimmtudag og bjuggust til brottfarar þegar tilkynnt var um smávægilega seinkun. Leið og beið, korter, hálftími og fólk farið að verða órótt og velti fyrir sér hverju þessi seinkun sætti. Var boðið upp á fría drykki vegna óþægindanna og var það svo 45 mínútum eftir áætlaða brottför að farþeginn sem beðið var skilaði sér. Var þar um að ræða Einar Þór Sverrisson Baugslögmann með meiru og uppskar hann hressilegt baul frá meðfarþegum sínum fyrir seinkomuna. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Sími: 586 8080 • Kjarna • Þverholti 2 • 207 Mosfellsbær • www.fastmos.is 10 ár í Mosfellsbæ Mosfellsbæ Einar Páll Kjærnested,lögg. fasteignasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.