Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 12
12 9. maí 2009 LAUGARDAGUR DÓMKIRKJA SPEGLAST Í blíðviðrinu í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, mátti sjá Alexander Nevskí-dómkirkjuna speglast í stórum polli. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Hermann Jón Tómas- son, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akureyrar, tekur við embætti bæjarstjóra í byrj- un næsta mánaðar. Hann tekur við starfinu af Sigrúnu Björk Jakobsdóttur. Skiptu meiri- hlutaflokkarn- ir embættinu á milli sín með þeim hætti að Sjálfstæð- isflokkurinn fékk það til umráða fyrstu þrjú ár kjör- tímabilsins en Samfylkingin síðasta árið. Hermann Jón verður þriðji bæjarstjórinn á Akureyri á kjörtímabilinu. Sigrún Björk tók við af Kristj- áni Þór Júlíussyni sem sagði starfinu lausu þegar hann var kjörinn á þing vorið 2007. Sigrún verður að líkindum formaður bæjarráðs. - bþs Bæjarstjóraskipti á Akureyri: Hermann Jón tekur við í júní HERMANN JÓN TÓMASSON FÓLK Bæjaryfirvöld í Fjarða- byggð hafa skorað á íbúa sína í nýstárlega keppni. „Nú er skorað á íbúa í Fjarða- byggð að rækta glæsilegt sól- blóm og taka þátt í skemmtilegri samkeppni um hver getur rækt- að stærsta eða flottasta blóm- ið,“ segir á fjardabyggd.is þar sem áhugasömum er bent á að nálgast sólblómafræ á söfnunar- stöðvum og skrifstofum Fjarða- byggðar í næstu viku. Verðlaun verða veitt fyrir hæsta blómið og líka fyrir falleg- asta sólblómið. Keppninni lýkur hinn 22. ágúst í sumar. - gar Sumar í Fjarðabyggð: Íbúar keppa í sólblómarækt NEYTENDUR Neytendastofa er með til skoðunar auglýsingu frá Garð- list þar sem „fólkið í næsta húsi“ skrifar bréf til nágrannans. Fram- an á auglýsingunni, neðst í horn- inu vinstra megin, stendur smáum stöfum „Auglýsing frá Garðlist“. Í bréfinu er bent á að íbúarn- ir í húsinu hafi verið misdugleg- ir að sinna garðverkunum og því falið fyrirtæki að sjá um garð- verkin. „Sigga á 3. hæðinni talaði um að hún vildi hafa meiri tíma með fjölskyldunni þegar hún átti á annað borð frí, í stað þess að standa sveitt vaktina í garðinum. Aðrir íbúar voru henni svo sannar- lega sammála,“ segir í bréfinu. Jóhannes Gunnars- son, formaður siða- nefndar SÍA, telur að auglýsingin brjóti gegn lögum um eftirlit með við- skiptaháttum og markaðssetningu þar sem ekki skuli leika vafi á að um auglýsingu sé að ræða. Hann fordæmir auglýsingar af þessu tagi. „Þarna er verið að setja þetta inn í annan búning en hreina aug- lýsingu. Þar af leiðandi tel ég þetta brot á þessum lögum. Neytenda- stofa á að framfylgja því að farið sé að lögum,“ segir hann. Brynjar Kjærnested, fram- kvæmdastjóri Garð- listar, segir að aug- lýsingin hafi fengið jákvæð viðbrögð. „Við erum ekkert að skrifa í nafni annarra, við erum að vekja athygli á okkar þjónustu.“ - ghs Neytendastofa skoðar auglýsingu Garðlistar: Telur auglýsinguna brjóta gegn lögum FRÁ FÓLKINU Í NÆSTA HÚSI Garðlist sendi íbúum á höfuðborgar- svæðinu bréf í vikunni. SKIPULAGSMÁL „Það eru fyrst og fremst eigendur iðnaðarhúsnæð- is sem eru að græða peninga - kannski á neyð annarra,“ segir Bjarki Jóhannesson, skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarð- ar, sem glímir við nokkurn fjölda ólöglegra íbúða í bænum. Eigendum atvinnuhúsnæðis í Hafnarfirði þar sem leigðar eru út ólöglegar íbúðir hafa verið boðað- ar dagsektir láti þeir ekki af starf- seminni. Bjarki segir slíkar íbúðir víða en nefnir sérstaklega iðnað- arhúsnæði milli Reykjavíkurvegar og Fjarðarhrauns annars vegar og Hvaleyrarbraut næst höfninni hins vegar. „Þetta eru sennilega leifar frá þenslunni þegar það var erf- itt fyrir fólk að ná sér í leiguhús- næði og hér var mikið af útlend- ingum í vinnu. Það eru náttúrlega í og með Íslendingar sem eru að þessu,“ segir hann. Bjarki bendir á að margir séu í kröggum og þurfi að leigja eða selja frá sér íbúðir. „Þessir eigend- ur atvinnuhúsnæðis eru eiginlega að keppa við það fólk um pening- ana á ólögmætan hátt,“ útskýrir hann. Fyrir ári voru lagðar 50 þúsund króna dagsektir á eiganda Hval- eyrarbrautar 22 þar sem Bjarki segir yfir tuttugu manns hafa búið ólöglega. „Það misfórst svolítið að rukka þannig að við erum að fara í að innheimta aftur,“ segir Bjarki, sem kveður menn iðulega bregð- ast við þegar þeir sjái að dagsektir séu yfirvofandi. - gar Reynt að vinna bug á ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði: Fimmtíu þúsund í dagsektir BJARKI JÓHANNESSON Fulltrúinn segir eigendur atvinnuhúsnæðis græða á neyð annarra. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA STJÓRNSÝSLA Einkavæðing bíla- flota lögreglunnar er háð því að tilboð berist í reksturinn sem leiðir til hagræðingar. Þetta segir Jón Magnússon, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. „Ef tilboð- in reynast ekki fjárhagslega hag- kvæm þá nær það ekki lengra og þá tökum við engu tilboði,“ segir hann. Ríkiskaup hafa óskað eftir til- boðum í rekstur Bílamiðstöðvar lögreglunnar til sex ára. Í fyrir- huguðum samningi felst að bíla- flotinn, 165 ökutæki metin á 550 milljónir, verði öll seld frá Ríkis- lögreglustjóra og ríkið láni fyrir kaupunum. Allir lögreglubílar landsins yrðu þannig í einkaeigu í minnst sex ár. „Við erum að velta fyrir okkur öllum möguleikum og rekstur bíla er kannski ekki kjarnastarfsemi lögreglunnar,“ segir Jón. „Ástæð- an fyrir því að menn ganga svo langt að hugsa um eignarhaldið á bílunum líka er helst að menn telja að þannig skapist enn meiri hag- ræðingarmöguleikar en bara með einkarekstri,“ segir Jón, og bend- ir jafnframt á að með þeirri aðferð yrði losað um fé hjá ríkinu sem annars væri bundið í bílunum. Jón segir að vissir þættir geti sannarlega verið viðkvæmir vegna eðlis starfseminnar. Hins vegar verði fyllsta öryggis gætt við útboðslýsinguna og samnings- gerðina. Þannig séu gerðar strang- ar kröfur til þeirra sem kunna að taka verkið að sér. Starfsmenn sem annist bílana skuli til dæmis hafa hreint sakavottorð og vera sérstaklega samþykktir af Rík- islögreglustjóra. Auk þess verði hvert verkstæði heimsótt óvænt tvisvar á ári og kannað hvort öllum reglum sé fylgt. Jón tekur fram að ekki sé verið að íhuga breytinguna vegna þess að Bílamiðstöðin hafi gefist illa. Hún hafi þvert á móti gefist mjög vel. Menn vilji aðeins athuga hvort hagræðing geti náðst. Jón segist hafa heyrt af nokkr- um áhuga á útboðinu, en opnað verður fyrir tilboð síðar í mánuð- inum. Hann segir menn vongóða um að nokkur tilboð berist. Frá stofnun árið 2000 hefur Bíla- miðstöðin verið stærsta einstaka verkefni Ríkislögreglustjóra, og hefur kostnaður við hana numið allt að þriðjungi heildarkostnaðar embættisins. Jónas Ingi Péturs- son fjármálastjóri segir útboðið þó gert í fullri sátt við embættið. „Við göngum ekki með þær grill- ur að við getum gert þetta betur en allir aðrir. Ef þetta er eitthvað sem getur skilað hagræðingu þá viljum við gjarnan stuðla að framgangi þessa verkefnis,“ segir Jónas. Fjórir starfa nú hjá Bílamiðstöð- inni. Í útboðslýsingu er mælst til þess að sá sem taki verkið að sér kanni möguleikann á því að bjóða þeim áframhaldandi starf. stigur@frettabladid.is Flotinn ekki einkavæddur án hagræðis Talið er að hægt sé að ná fram meiri hagræðingu með því að selja alla lögreglubíla landsins til einka- aðila en með einkarekstri einum saman. Miklar kröfur eru gerðar til hugsanlegra kaupenda bílanna. LÖGREGLUBÍLAR Samkvæmt útboðslýsingu verða bílarnir seldir fyrir 550 milljónir og mun ríkið lána fyrir kaupunum. Bjóðendur gera svo tilboð í reksturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.