Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 16
16 9. maí 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 60 Velta: 199 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 251 +2,31% 675+3,46% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR +27,01% MAREL +4,08% FØROYA BANKI +3,33% MESTA LÆKKUN CENTURY ALU. -9,93 HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 2,90 +0,00% ... Atlantic Airways 173,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 575,00 +0,00% ... Bakkavör 1,74 +27,0,1% ... Eik Banki 83,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 124,00 +3,33% ... Icelandair Group 4,50 +0,00% ... Marel Food Systems 53,60 +4,08% ... Össur 99,30 +3,12% Ekki eru taldar miklar líkur á að álverð nái sér aftur á strik á næstu mánuðum nema dregið verði verulega úr framleiðslu og birgðir minnki, að mati hagdeild- ar Seðlabanka Íslands. Fjallað er um álverðshorfur í rammagrein í nýjasta hefti Peningamála, efna- hagsriti bankans. Álverð seig hratt eftir mitt síð- asta ár, var komið undir 1.400 dali á tonnið um áramót. Það jafngilti 50 prósenta verðlækkun frá því í júlí þegar það stóð hæst í 3.300 dölum. Verðið seig frekar og skrap- aði botninn tímabundið í febrúar í rúmum 1.250 dölum á tonnið. Það hefur hækkað um tæp 27 prósent síðan þá, var í gær í 1.585 dollur- um tonnið. „Á hinn bóginn eru nú meiri líkur á því að verðið hafi náð lág- marki og taki smám saman að hækka á ný,“ segir í Peningamál- um, en meðalverð fyrstu fjórtán vikur ársins var nálægt 1.400 doll- urum tonnið. Fram kemur að fram- virkt verð LME (London Mineral Exchange) bendi til þess að meðal- verð á þessu ári verði nálægt 1.470 dollurum tonnið, ríflega 55 prósent- um frá hámarki síðasta sumars. Mikla lækkun rekur Seðlabank- inn til umróts vegna fjármála- kreppunnar í heiminum. „Í fyrsta lagi varð minni aðgangur vogun- arsjóða og hrávörukaupmanna að fjármagni til þess að þeir drógu sig að nokkru marki í hlé á mörk- uðum með málma. Á hinn bóginn hefur vaxandi samdráttur í heims- búskapnum, sérstaklega í bygging- ar- og bílaiðnaðinum þar sem notað er mikið af áli, leitt til minnkandi eftirspurnar eftir áli.“ Seðlabankinn gerir ekki ráð fyrir að ál hækki að marki í verði fyrr en á árinu 2010. Hækkun til 2011 verði þá 9,0 til 10,0 prósent. Álverð fari þá í um 1.800 dollara á tonn, sem sé svipað verð og árið 2005. - óká, jab Seðlabankinn um þróun og horfur í efnahagsmálum: Álverð hefur náð botni Hraðari lækkun í nýju líkani Verðbólga og langtímavextir lækka mun hraðar í nýrri útgáfu QMM (Quarterly Macroeconomic Model), spálíkans Seðlabankans, að því er fram kemur í Peningamálum, efnahagsriti bankans. Líkaninu hefur verið breytt þannig að niðurstöð- ur ráðast fremur af væntingum um framtíðar- þróun, í stað þess að byggjast á gögnum um sögulega þróun. „Ekki er því þörf á eins háum stýrivöxtum í nýrri útgáfu QMM til að ná fram til- tekinni hjöðnun verðbólgu eins og í þeirri eldri,“ segir í riti bankans, sem út kom á fimmtudag. Seðlabankinn hefur stuðst við uppfærða útgáfu spálíkansins síðan í janúar, en það er jafn- framt matað á nýjum gögnum eftir því sem fram líða stundir. Efnahagssambönd eru nú metin með gögnum til ársins 2006, en voru áður metin með gögnum til 2004. Orsök stefnubreytingar? Því má vera að breytt spálíkan hafi eitthvað að segja í þeirri stefnubreytingu sem varð í vaxtaákvörðunum hjá Seðlabankanum síðasta fimmtudag, þegar vextir voru óvænt lækkaðir um 250 punkta (2,5 prósentustig) þegar grein- endur höfðu mest búist við 150 punkta lækkun. Í umfjöllun IFS Greiningar um vaxtaákvörðun- ina var til dæmis velt upp spurningunni um hvort sjónarmið um að háir stýrivextir þjóni litlum tilgangi hafi fengið aukinn hljómgrunn í bankanum. Er þar vísað til togstreitu sjónarmiða um að hröð lækkun vaxta ógni stöðugleika gengisins í ljósi þess að stefnt sé að afnámi gjaldeyrishafta og um að háir stýrivextir grafi undan gengi krónunnar vegna mikilla vaxtagreiðslna af erlendum krónueignum. Lægri vextir í nýju líkani Í HELGUVÍK Frá framkvæmdum vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við höfum tekið eftir því að skip- verjar og farþegar erlendra skipa kaupa vörur og þjónustu hér í meiri mæli en áður,“ segir Her- mann Guðmundsson, forstjóri N1. Mest er selt af olíu og smurolíu. Skipin eru flest frá Grænlandi, Færeyjum og Rússlandi en slæð- ingur er af norskum skipum, að hans sögn. Ekki er búið að taka saman tölur um breytingu á milli ára í bókum N1. Sala á eldsneyti til erlendra skipa eykst alla jafna mikið yfir sumarmánuðina, sér- staklega á Faxaflóasvæðinu. Fiskiskipum við Faxaflóahafn- ir fjölgaði um fimmtán á fyrstu þremur mánuðum ársins og tankskipum um tíu. Hins vegar lögðu 33 færri flutningaskip við bryggju Faxaflóahafna á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Flestir þeirra sem blaðið ræddi við í gær bíða spenntir eftir komu skemmtiferðaskipanna en fjöldi þeirra er svipaður og í fyrra. Far- þegar þeirra verða sextíu þúsund talsins, samkvæmt nýjustu skrán- ingu Faxaflóahafna frá í gær. „Skemmtiferðaskipin eru líkust vorboðunum,“ sagði einn viðmæl- enda Fréttablaðsins. - jab Kaupa meira núna Japanski bílarisinn Toyota tapaði 765,8 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 968 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er mesta tap í japanskri fyrirtækjasögu og skrifast á snar- minnkandi bílasölu um allan heim og styrkingu japanska jensins gagnvart Bandaríkjadal. Á sama tíma í fyrra nam hagn- aður Toyota, sem er umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, 316,8 milljörðum jena. Stjórn bílaframleiðandans hefur ákveðið að skerða arð- greiðslur til hluthafa félagsins um helming vegna þessa. Arð- greiðslurnar, sem fram til þessa hafa verið greiddar út ársfjórð- ungslega, hljóðuðu í fyrra upp á 140 jen, jafnvirði 177 króna á hlut. Það er sömuleiðis í fyrsta sinn í áratug sem arðgreiðslur bílaris- ans hækka ekki. Bandaríska dagblaðið New York Times bendir á að þótt tap Toyota sé næstum tveimur milljörðum meira en GM í Bandaríkjunum, þá sé fáu við að líkja. Sjóðir þess bandaríska séu þurrausnir eftir áralangt hark. Toyota hafi á móti safnað fé í sjóði sem komi sér vel þegar harðni í ári. - jab Toyota með mesta tap Japanssögu Heildarvelta með skuldabréf nam 58,3 milljörðum krónum í Kaup- höllinni í vikunni og er þetta orðin veltumesta vika ársins þar. Mest voru viðskipti með ríkis- bréfaflokka fyrir rúma 34 milljarða og íbúðabréf fyrir 21 milljarð. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, að við- skipti með skuldabréf hafi tekið við sér á ný á undanförnum vikum eftir rólega tíð í kringum páskahátíðina og kosningar. Þá eigi lægra vaxta- stig hlut að máli en það ýti undir ásókn í skráð skuldabréf. „Við væntum þess að framhald verði á líflegum skuldabréfavið- skiptum á næstunni,“ er haft eftir honum. Veltumesta vika ársins til þessa Viðræður standa enn yfir um framlengingu á gjalddaga 30 millj- arða króna skuldabréfs Bakka- varar, sem er á gjalddaga í næstu viku. Viðræðurnar hafa dregist á langinn en stefnt er að því að nið- urstaða fáist í málið í næstu viku, samkvæmt heimildum Markaðar- ins. Líkt og Morgunblaðið greindi frá eftir uppgjörsfund Bakkavarar í byrjun apríl gat félagið ekki stað- ið í skilum á greiðslu skuldabréfs upp á 30 milljarða króna. Viðræð- ur hafa staðið yfir um samkomulag til að fresta gjalddaganum, sem er í næstu viku og þykir mjög líklegt að það verði niðurstaðan. Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 27 prósent í gær og endaði gengið í 1,74 krónum á hlut. Það hefur ekki verið hærra síðan í byrjun mars. Fyrir ári stóð það í 33,45 krónum á hlut. - jab BAKKAVARARBRÆÐUR Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 27 prósent í Kauphöllinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gjalddagi á Bakkavararláni í vikunni Til sölu úr þrotabúi BT verslana ehf. Til sölu úr þrotabúi BT verslana ehf. er lager og rekstur verslana BT. Um er að ræða rekstur tveggja verslana, í Smáralind og á Akureyri ásamt lager af tölvum, tölvuleikjum, sjónvarpstækjum, hljómfl utningstækjum, myndavélum o.fl . Tilboðum skal skila til LEX ehf., Borgartúni 26, Reykjavík, fyrir 18. maí n.k. kl. 17.00. Skiptastjóri áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar veitir Helgi Jóhannesson, hrl., skiptastjóri, helgi@lex.is og Dagmar Arnardóttir hdl., dagmar@lex.is, sími 590 2600. Skortur á erlendu lánsfé kemur til með að þrengja kosti fólks og fyrirtækja á lánamarkaði. Samningar um að erlendir kröfuhafar eignuðust nýju bankana hefðu breytt allri þeirri mynd og líkast til orðið til að styðja við gengi krónu, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands boðar í yfirlýsingu sinni vegna stýrivaxtaákvörðunar síðasta fimmtudag að lánakjör fari versnandi vegna breyttra aðstæðna íslensku bankanna. „Til viðbótar auknu aðhaldi í ríkisfjármálum, mun endurskipu- lagning starfsemi viðskiptabank- anna, sem færir rekstur þeirra í eðlilegt horf, hafa í för með sér að lántak- endur standi frammi fyrir lánskjörum sem endurspegla fjármögnunar- kostnað bank- anna. Það felur í sér aðhaldssam- ari fjármála- skilyrði,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins (SA) telur vísað til þess að bankarnir fái ekki í bráð aðgang að erlendu lánsfé. „Ég held að í bönkunum verði ákveðinn þrýst- ingur á viðskiptavinina þegar kemur að endursamningum eða endurskipulagningu erlendra lána. Þá munu bankarnir reyna að hækka vextina og breyta þeim yfir í íslensk lán á íslenskum kjörum, nái þeir ekki að fjármagna sig á móti með erlendum lánum,“ segir hann og kveður bankana í raun í „ömurlegri stöðu“ gagnvart við- skiptavinum sem tekið hafa erlend lán að geta ekki fjármagnað sig í erlendum gjaldeyri. Í þröngri stöðu bankanna segir Vilhjálmur að endurspegl- ist afrakstur þeirrar leiðar sem valin hafi verin í endurfjármögn- un þeirra og SA hafi gagnrýnt. „Við höfum talið þá leið sem farin hefur verið í endurskipulagningu bankanna ganga út á að loka okkur af gagnvart erlendum lánardrottn- um og það fáum við náttúrulega í hausinn með einhverjum hætti,“ segir hann. Betri leið hefði verið að búa svo um hnúta að erlendu kröfuhafarnir eignuðust bankana og byrjuðu að endurfjármagna lán þannig að inn í landið kæmi fé á móti afborgunum. „Þá myndi gengi krónunnar snarhækka og hlutirnir færu að rúlla á ný.“ Heimildarmaður blaðsins í einum viðskiptabankanna tekur í sama streng og Vilhjálmur og telur peningastefnunefndina helst horfa til þess í orðum sínum að erlend lán komi ekki til með að standa fólki til boða í sama mæli og verið hefur. Það þýði að stýri- vextirnir fari nú að bíta víðar en þeir hafa gert áður því nú verði ekki hægt að fara fram hjá stýri- vöxtunum með erlendri lántöku. Lán standi heimilum og fyrirtækj- um til boða í krónum, en ekki í erlendri mynt. Í því felist aðhalds- samari fjármálaskilyrði. olikr@frettabladid.is VILHJÁLMUR EGILSSON SEÐLABANKASTJÓRARNIR Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Svein Harald Øygard seðlabankastjóri kynntu yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um 2,5 prósenta lækkun stýrivaxta á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stýrivextirnir koma til með að bíta víðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.