Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 86
58 9. maí 2009 LAUGARDAGUR
> LYKILMAÐURINN
Davíð Þór Viðarsson er fyrirliði
Íslandsmeistaranna og leiðtogi liðsins inn á vellinum.
Hann átti ríkan þátt í góðum
endaspretti liðsins á síðustu
leiktíð þar sem liðið tryggði
sér Íslandsmeistaratitilinn í
lokaumferðinni. Davíð er
þar að auki einn fárra
leikmanna
deildarinnar
sem er
reglulega valinn í íslenska
landsliðið.
FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR FH 1. SÆTINU Í PEPSI-DEILDINNI 2009
GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2008 1. sæti í A-deild 2007 2. sæti í A-deild 2006 1. sæti í A-deild 2005 1. sæti í A-deild 2004 1. sæti í A-deild 2003 2. sæti í A-deild
AÐRIR
LYKILMENN
TRYGGVI
GUÐMUNDSSON
ATLI VIÐAR
BJÖRNSSON
ÁSGEIR GUNNAR
ÁSGEIRSSON
GENGI Á VORMÓTUNUM
Sigrar Jafntefl i Töp
9
> X-FAKTORINN
Tommy Nielsen er og hefur verið
einn allra mikilvægasti leikmaður FH-
inga enda einn fremsti varnarmaður
deildarinnar. Hann er hins vegar
orðinn 37 ára gamall og ljóst að það
mun mikið mæða á honum í sumar.
Heimir Guðjónsson á ekki von á því að FH
muni fara létt með að verja Íslandsmeistaratitil
sinn í sumar, eins og svo margir virðast halda
fyrir fram. FH er spáð Íslandsmeistaratitilinum
hjá Fréttablaðinu eins og svo víða annars stað-
ar. Þar með er sleginn botn í upphitun blaðsins
fyrir Pepsi-deildina sem hefst á morgun.
„Það er ekki hægt að segja að það komi
okkur á óvart að okkur sé spáð velgengni,“
sagði Heimir. „Við erum ríkjandi meistarar og
það hafa litlar breytingar átt sér stað á leik-
mannahópnum. Við áttum því von á þessu.“
Hann segir að sitt lið sé á góðu róli og það
hafi gert liðinu gott að fara í æfingaferð til
Portúgals. „Þar náðu menn að stilla saman
strengi og eftir það höfum við verið á uppleið.
Vonandi verður það þannig áfram.“
FH-ingar hafa þó ekki tapað einum einasta
leik í mótum undirbúningstímabilsins og oftar
en ekki unnið leikina með stórum mun.
„Markmiðin hjá FH eru þau sömu og hafa
verið síðustu ár – að vera í toppbaráttunni.
En það er ljóst að það verður erfitt að verja
titilinn enda mikið af sterkum liðum í deildinni.
Þau hafa verið að bæta við sig töluverðu af
leikmönnum og þá kannski sérstaklega síðasta
mánuðinn.“
Sjálfir hafa FH-ingar bætt við sig einum leik-
manni, norska sóknarmanninnum Alexander
Söderlund. „Við erum mjög ánægðir með
okkar leikmannahóp. Við bættum við okkur
einum manni og þá eru þeir yngri sem fengu
eldskírnina í fyrra orðnir ári eldri og reynslunni
ríkari.“
Verður erfitt að verja titilinn
FÓTBOLTI „Auðvitað vil ég ekki fara
frá Barcelona. En miðað við stöðu
mína hjá félaginu gæti ég þurft að
hugsa mig tvisvar um eftir tíma-
bilið.“
Þetta segir Eiður Smári Guð-
johnsen í samtali við Fréttablaðið.
Hann segir að orð hans hafi verið
rangtúlkuð í viðtali við Morgun-
blaðið í gær þar sem hann var
sagður vilja fara frá Barcelona.
„Ég tel að ég sé búinn að gefa
þessu fullan séns hér. Mér fannst
ég spila mjög vel framan af tíma-
bilinu og kom mér vel inn í liðið.
Miðað við spilamennsku á ég skil-
ið að fá fleiri mínútur inni á vell-
inum. Það var það sem ég átti við,“
segir Eiður.
„En það er ekkert ákveðið og nú
mun ég nota alla mína krafta til
að klára tímabilið með stæl. Von-
andi fæ ég að spila meira en ég hef
fengið á undanförnum vikum.“
Óánægður á bekknum
Hann segist ekki vera sáttur
við að sitja á bekknum, ekki frek-
ar en aðrir knattspyrnumenn. „Þó
það sé gaman að vera í stórliði sem
keppir um alla titla er ég ekki sátt-
ur við að sitja á bekknum og bíða
eftir að ferillinn klárist. En þar
með er ekki sagt að ég vilji fara.
Ég vil hins vegar breyta minni
stöðu hér.“
Eiður segir að hann sé ekki
búinn að hugsa málið lengra en
svo. „Ef það kemur að því að ég
fari frá félaginu mun ég skoða
hvaða möguleikar standa mér til
boða í sumar – ekki fyrr. Ég hef
ávallt sagt að það sé ekki sjálf-
gefið að ég fari aftur til Eng-
lands og ef ég fer þá þarf ég
að taka tillit til heildarmynd-
arinnar. Ég á mína fjölskyldu
sem líður vel hér. Strák-
arnir þrír eru ánægð-
ir, því væri það
stórt skref fyrir
okkur öll að fara
annað.“
Sem fyrr segir
hefur Eiður
lítið fengið að
spreyta sig að
undanförnu.
Hann hefur þó ekki rætt
það sérstaklega við knatt-
spyrnustjóra liðsins.
Get ekki rifið kjaft
„Það er erfitt að vera
í liði þar sem allt geng-
ur upp og vera að rífa
kjaft. Ég hef bara reynt
að halda áfram og vera
tilbúinn þegar ég fæ
mitt tækifæri. Mér var
mikið hrósað þegar ég
kom inn á sem
vara-
maður
gegn
Valenc-
ia fyrir tveimur vikum og það var
síðan erfitt að kyngja því að fá
ekki að fylgja því eftir.“
Eiður kom aðeins við sögu í
mýflugumynd í næstu þremur
leikjum liðsins, í tveimur leikjum
gegn Chelsea og gegn Real Madr-
id. Þrátt fyrir það og annað mót-
læti á leiktíðinni segir hann þolin-
mæði sína ekki á þrotum.
„Ég held að margir knattspyrnu-
menn hafi klikkað á því í gegnum
tíðina að vera óþolinmóðir. Ég tel
að þolinmæðin hafi ávallt verið
einn af mínum styrkleikum og gert
mig sterkari fyrir vikið. Það hef ég
margoft upplifað á mínum ferli. Ég
fékk oft að heyra það þegar ég var
hjá Chelsea að ég ætti að fara. En
þegar kom að því fór ég sem Eng-
landsmeistari og það eina sem ég
fékk að heyra þegar ég kom til
aftur til London á dögunum var
að félagið hefði aldrei náð
að finna neinn í stað-
inn fyrir mig.
Þolinmæðin er
ekki á enda þó svo
að ég segist vera
óánægður með
mína stöðu. Ég
er bara fótbolta-
maður og elska
að spila fótbolta.
Það er leiðinlegt
þegar maður getur það
ekki.
Ég hef nú líka stundum
heyrt þá umræðu að það sé
metnaðarleysi af minni hálfu
að vera áfram hjá Barcelona.
Það skil ég ekki alveg. Ég held
að það sé einmitt metnaðar-
fullt að reyna að feta sig
meðal þeirra bestu.“
Aldrei unnið þrennuna
Barcelona á nú mögu-
leika á að vinna þrjá
stærstu titlana sem í boði
eru á einu og sama tímabilinu –
spænsku úrvalsdeildina, spænsku
bikarkeppnina og Meistaradeild
Evrópu. Ef liðinu tekst það verður
það í fyrsta slíka þrennan í sögu
félagsins.
„Um helgina getum við orðið
spænskir meistarar og svo bik-
armeistarar í næstu viku. Svo er
úrslitaleikur Meistaradeildarinnar
handan við hornið. Ein örlagarík-
asta vika í sögu félagsins fer því
senn að hefjast. Ég er því sann-
arlega ekki að hugsa um að fara
eitthvað annað. Ég fer dýrvitlaus
á allar æfingar og er staðráðinn í
að fá mínar mínútur. Ég ætla þar
að auki að njóta þess að taka þátt
í velgengni liðsins, sama hversu
mikið ég fæ að taka þátt í úrslita-
leikjunum.“
Hann segist vel gera sér grein
fyrir því að hann hafi ekki verið
mikilvægasti leikmaður liðsins
á leiktíðinni en að hann eigi sinn
þátt í velgengni þess eins og aðrir
leikmenn.
„Ég er enginn vitleysingur og
geri mér vel grein fyrir því að ég
er ekki jafn mikilvægur og Henry,
Eto’o og Messi. En allir leikmenn
hafa tekið þátt og lagt sitt af mörk-
um, hvort sem þeir spila í níutíu
mínútur í leik eða fimmtán. Það er
liðsheildin sem vinnur titlana.“
eirikur@frettabladid.is
Vil ekki fara en mun skoða mín mál
Eiður Smári Guðjohnsen segir það rangt sem kom fram í Morgunblaðinu að hann vilji fara frá Barcelona í
sumar. Í raun vill hann vera áfram en hann gæti neyðst til að skoða sína stöðu í lok tímabilsins.
HJÁLPARHÖND Eiður Smári hjálpar Lionel Messi að reisa sig við. NORDIC PHOTOS/AFP
TÍMABILIÐ HJÁ EIÐI
Allir leikir
Leikir 29 (14 í byrjunarliði)
Mínútur 1341
Skot (á mark) 22 (7 á mark)
Mörk/stoðsendingar 4/4
Spænska deildin
Leikir 20 (8 í byrjunarliði)
Mínútur 837
Skot (á mark) 14 (4 á mark)
Mörk/stoðsendingar 3/2
Spænski bikarinn
Leikir 5 (5 í byrjunarliði)
Mínútur 376
Skot (á mark) 6 (3 á mark)
Mörk/stoðsendingar 1/0
Meistaradeildin
Leikir 4 (1 í byrjunarliði)
Mínútur 128
Skot (á mark) 2 (0 á mark)
Mörk/stoðsendingar 0/2
GOLF Kylfingurinn Birgir Leifur
Hafþórsson fór mikinn á opna
ítalska meistaramótinu í gær en
leikið var í Tórínó.
Birgir Leifur lék frábært golf
og kom í hús á 65 höggum eða 6
höggum undir pari. Hann er því
samtals á 7 höggum undir pari á
mótinu en annar hringurinn var
leikinn í gær.
Birgir Leifur fékk átta fugla
á hringnum en aðeins tvo skolla.
Hann er tveimur höggum á eftir
efsta manni.
Þessi frábæri hringur Birgis
skilaði honum í þriðja sæti móts-
ins en mótinu verður fram haldið
í dag og lýkur á sunnudag. - hbg
Birgir Leifur Hafþórsson:
Fór á kostum á
Ítalíu
BIRGIR LEIFUR Sjóðheitur í Tórínó í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri
Man. Utd, var kjörinn knatt-
spyrnustjóri aprílmánaðar í
enska boltanum og Rússinn Andr-
ey Arshavin var valinn leikmað-
ur mánaðarins.
Þetta er í 23. skipti sem Sir
Alex hlýtur þessi verðlaun. Unit-
ed hefur aðeins tapað tveimur af
síðustu 23 leikjum sínum í deild-
inni og virðist fátt geta komið í
veg fyrir sigur liðsins í deildinni.
Leikur Arshavins gegn Liver-
pool gleymist seint en Rússinn
skoraði öll fjögur mörk Arsenal í
leiknum ótrúlega sem endaði 4-4.
- hbg
Enska úrvalsdeildin:
Alex og Arshav-
in bestir í apríl
SIR ALEX Valinn stjóri mánaðarins í 23.
skiptið á ferlinum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES