Fréttablaðið - 09.05.2009, Síða 78

Fréttablaðið - 09.05.2009, Síða 78
50 9. maí 2009 LAUGARDAGUR Höfundar íslenska Euro- vision-lagsins hafa ekki hist síðan þeir sömdu Is it true? í London 2004. Nú, fimm árum seinna, eru þeir sameinaðir í þeirri trú að lagið eigi eftir að vinna hug og hjörtu Evrópubúa. „Við ræddum þetta akkúrat í gær, hvað þetta væri í raun fáránlegt. Að fimm árum eftir að við sömd- um lagið og þau gengu út úr upp- tökuverinu mínu í London værum við saman komin á Eurovision í Moskvu,“ segir Óskar Páll Sveins- son. Lagahöfundarnir þrír, Óskar, Chris Neil og Tinatin Japaridze, hittust í fyrsta skipti í gær síðan Is it true? varð til. Tinatin var þá ung og efnileg söngkona og þeir Chris Neil og Óskar Páll voru að taka upp plötu með henni. Óskar segir þetta hafa verið mikla fagnaðarfundi enda hafi Chris verið feikilega ánægður með nýju útsetn- inguna. „Hann var ákaflega hrif- inn, fannst Jóhanna alveg frábær og hafði meira að segja á orði hvað bakraddirnar voru góðar og þétt- ar.“ Að sögn Óskars eru þau bæði ákaflega spennt fyrir útkomunni en óhætt er að fullyrða að Jóhanna Guðrún sé að gera góða hluti í Rússlandi. „Á æfingunni á miðvikudags- kvöldið var salurinn hljóður eftir hvert og eitt lag en svo kom Jóhanna Guðrún og þá stóð sal- urinn upp og klappaði henni lof í lófa,“ segir Óskar stoltur og bætir því við að blaðamaður einnar stærstu Euro vision-vefsíðunnar, esctoday.com, hafi hnippt í hann og lýst því yfir, svona þeirra á milli, að flutningur íslensku söngkon- unnar hafi verið stórkostlegur. Blaðamaðurinn er ekki sá eini sem hefur hrifist af lagi og söng Jóhönnu. Því einn besti vinur Chris Neil er Sir Andrew Lloyd Webber, söngleikjakóngur með meiru. „Hann er víst mjög fúll út í Chris um þessar mundir, er ekki sáttur við að þurfa keppa við svona gott lag, honum finnst íslenska lagið vera aðalkeppinauturinn sinn,“ segir Óskar, ekki amalegt hrós frá manni sem verður að telj- ast ein stærsta stjarna keppninn- ar í ár. Ekki er útilokað að íslenski hópurinn fái að hitta Andrew Lloyd því hann langar mikið að snæða kvöldverð með Íslendingunum í næstu viku. freyrgigja@frettabladid.is Lloyd Webber veðjar á íslenska lagið FAGNAÐARFUNDIR Þau Chris Neil, Óskar Páll og Tinatin Japaridze voru glöð þegar þau hittust eftir fimm ára fjarveru. Öll eru þau sameinuð í þeirri trú að Jóhanna Guðrún eigi eftir að slá í gegn á stóra sviðinu í Moskvu á þriðjudagskvöldinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ALMA HRIFINN Andrew Lloyd Webber er ákaf- lega hrifinn af íslenska laginu og telur það vera sinn helsta keppinaut. Lloyd Webber samdi breska lagið í keppninni. Leik- og söngkonan Jennifer Hud- son hefur beðið kærasta sinn David Otunga um að giftast sér, fimm mánuðum eftir að hann bað hennar. Hudson vildi endurgjalda kær- astanum bónorðið og bar það fram á afmælisdegi hans en Otunga bað hennar einmitt líka á afmælisdag- inn hennar. Hringurinn sem Hud- son renndi á fingur kærastans er stórglæsilegur fimm karata dem- antshringur. Skartgripasalinn Neil Lane sem hannaði hringinn fyrir Hudson samgleðst þeim innilega. „Jennifer vildi gefa honum eitt- hvað virkilega sérstakt þegar hún bað hann um að giftast sér. Þetta var mjög tilfinningarík og róm- antísk stund. Þau eru verulega ástfangin.“ Bar fram bónorðið JENNIFER HUDSON Leik- og söngkonan hefur beðið kærastann sinn um að giftast sér. Breska poppsöngkonan Lily Allen fær væntanlega ekki ársmiða á leiki Chel- sea í framtíðinni né verður hún boðin sérstaklega velkomin á leiki enska landsliðsins á Wembley, því yfirlýsing- ar hennar í franska knattspyrnutíma- ritinu SoFoot bera þess glöggt merki að hún sé ekki par hrifin af menningunni í kringum enska knattspyrnu. „Enskir knattspyrnumenn eru heimskir,“ sagði Lily meðal annars í samtali við SoFoot og bætti við að henni byði við fárinu í kringum Victoriu og David Beckham. „Allir vita að Victoria er skrímsli og ég myndi frekar skjóta mig í hausinn held- ur en að vera WAG (Wag er slanguryrði yfir eiginkonur enskra íþróttamana, dregið af „Wives And Girlfriends“).“ Og Lily hélt áfram að hrauna yfir menninguna sem umlykur ensku knatt- spyrnuna og tók Cheryl Cole næst fyrir. Cole sendi Allen tóninn fyrir nokkru og sagði hana vera stelpu með typpi og Lily svarar heldur betur fyrir sig í viðtalinu. „Cheryl stendur fyrir allt sem ég hata, hún er bara heimsk tík, yfirborðskennd og ljót bæði að innan sem utan,“ sagði Allen og sneri sér næst að eiginmanni Cheryl, bakverðinum Ashley Cole sem leikur einmitt með Chelsea í London. „Hann er sá versti, mér verður flökurt þegar ég hugsa til hans, hann reynir við allt sem hreyfist,“ sagði Lily Allen en ekki er langt síðan að Ashley Cole var tekinn í sátt af eiginkonu sinni eftir nætur- langt gaman með óþekktri konu. „Ég hef hitt hann nokkrum sinnum, hann er ekkert sérstaklega viðkunnanlegur.“ Sendir fótboltaeiginkonum tóninn Stórstjörnurnar Mel Gibson og Arnold Schwarzenegger hafa samþykkt að vera á meðal síð- ustu gesta Jay Leno áður en hann hættir með spjallþátt sinn The Tonight Show. Prince, Lyle Lov- ett og Billy Crystal verða einnig á meðal stjarnanna sem heim- sækja Leno síðustu viku hans í embætti, sem hefst 25. maí. Ekki er vitað hvort Gibson vilji ræða um skilnað sinn við eigin- konu sína sem nú stendur yfir. Schwarzenegger á aftur á móti örugglega eftir að láta ýmislegt flakka, enda tilkynnti hann um framboð sitt til ríkisstjóra Kali- forníu í þættinum árið 2003. Stórstjörnur kveðja Leno LEONA LEWIS Breska söngkonan hefur fest kaup á mikilli lúxusvillu í Hollywood. MEL GIBSON Mel Gibson og Arnold Schwarzenegger verða á meðal gesta síðustu viku Jay Leno í embætti. Breska söngkonan Leona Lewis hefur fest kaup á mikilli lúxusvillu í Hollywood. Höllin kostaði 1,5 milljónir punda, eða rúmar 190 milljónir íslenskra króna. Þar er allt sem hugurinn girnist; sundlaug og útibar, auk þess sem innanhúss er glæsilegur leðursófi og fjöldi flatskjáa. Lewis er upptekin beggja vegna Atlantshafsins og á því einnig tveggja herbergja íbúð í London sem hún hefur búið í með kærasta sínum Lou Al-Chamaa. Nýja húsið er rétt hjá annarri glæsivillu í eigu Simons Cowell, sem gerði einmitt útgáfu- samning við Lewis eftir að hún vann X-Fact- or-keppnina í Bretlandi fyrir þremur árum. Keypti sér lúxusvillu EKKI HRIFIN Lily Allen er vægast sagt ekki hrifin af menningunni í kringum enska knattspyrnu; Victoria Beckham er skrímsli í hennar augum og Cheryl Cole yfirborðs- kennd tík. Svo mörg voru þau orð. > GAT EKKI SETIÐ KYRR Sacha Baron Cohen lenti í óheppi- legu atviki við tökur á nýjustu mynd sinni, Bruno. Cohen vildi ekki raka lík- amshár sín af og ákvað í staðinn að lita þau. Þetta plan gekk ekki upp því Cohen fékk útbrot um allan líkamann. „Hann gat ekki setið kyrr í þrjá daga,“ sagði heimildar- maður The Sun. folk@frettabladid.is www.forlagid.is Hvenær kom barnið í heiminn? Hvenær birtist fyrsta brosið? Hvernig voru fyrstu jólin? Gullfalleg minningabók sem fylgir barninu þínu alla ævi. Loksins komin aftur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.