Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 8
8 9. maí 2009 LAUGARDAGUR 1 Hversu mikið voru stýrivext- ir Seðlabankans lækkaðir á fimmtudag? 2 Hvað heitir brasilíska fangelsið sem Ragnar Erling Hermannsson situr í? 3 Hvað heitir norski dómarinn sem þurfti að smygla frá Bret- landi í lögreglufylgd eftir leik Chelsea og Barcelona? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66 INDLAND, AP Tugir mótmælenda lentu í átökum við lögreglu og her í Srinagar, höfuðborg Kasm- írhéraðs, þegar fjórða lota þing- kosninganna á Indlandi var haldin þar á fimmtudag. Fyrir fram var búist við óeirð- um. Þúsundir hermanna höfðu verið sendar út á götur borgarinn- ar. Aðskilnaðarsinnar, sem vilja að héraðið fái sjálfstæði, höfðu hvatt fólk til að sniðganga kosn- ingarnar og efna til allsherjar- verkfalls. Mikil óvissa ríkir um stjórnar- myndunarmöguleika að loknum kosningum. Skoðanakannanir benda til þess að hvorki Kongressflokkurinn, sem nú er stærsti flokkur sam- steypustjórnar landsins, né þjóð- ernisflokkur hindúa, BJP, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, fari með sigur af hólmi. Alls eru meira en 700 milljónir á kjörskrá til þingkosninga á Ind- landi. Framkvæmd kosninganna er því þung í vöfum og var gripið til þess ráðs að skipta þeim í fimm lotur, bæði til að auðvelda taln- ingu og til að tryggja betur öryggi. Fyrsta lotan var haldin 16. apríl, en sú síðasta verður á miðvikudag í næstu viku. Búist er við úrslitum þremur dögum síðar, en nýtt þing á að koma saman 2. júní. - gb Fjórðu og næstsíðustu lotu þingkosninganna á Indlandi lokið: Átök og óeirðir í Kasmír HERMAÐUR Á VERÐI Fyrir utan kjörstað í Srinagar stóð hermaður á verði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Staðfest tilfelli svínaflensu, eða inflúensu A (H1N1), voru alls 2.489 í 24 ríkj- um í heiminum í gærmorgun. Þeim hafði þá fjölgað um 272 sólarhringinn þar á undan sam- kvæmt upplýsingum Sóttvarna- stofnunar ESB. Í tilkynningu frá sóttvarna- lækni og almannavarnadeild kemur fram að flest ný staðfest tilfelli séu í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Tilfellin voru mun færri í gær- morgun en í fyrradag, samkvæmt daglegri skýrslu Sóttvarnastofn- unar ESB. Alþjóðaheilbrigðisvöld halda óbreyttu viðbúnaðarstigi sínu enn um sinn. Viðbúnaði hérlendis er haldið áfram á hættustigi. - kg Skýrsla um svínaflensu: Tilfellunum fjölgar hægar HJÁLPARSTARF Frjáls félagasamtök á Íslandi sem starfa að mannúð- armálum í þróunarríkjum hafa mörg hver neyðst til að grípa til varasjóða til þess að halda starf- seminni gangandi. Samtökin hafa einnig dregið úr framkvæmd- um eða leitað samstarfs við aðra um verkefni. Þetta kemur fram í Veftímariti um þróunarmál. Þar kemur fram að samtök á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, Samband íslenskra kristniboðs- félaga og Rauða krossinn hafi öll þurft að grípa til slíkra aðgerða til að standa við áætlanir um fjárframlög og verkefni í þróun- arlöndum. - kg Íslensk mannúðarsamtök: Þurfa að grípa til varasjóða BANDARÍKIN, AP Reiðin var kannski skiljanleg. Bandaríski herverk- takinn Don Ayala varð vitni að því þegar afganskur maður kveikti í bandarískum mannfræðingi, Paulu Loyd, sem hafði starfað með hern um. Afganinn, sem hét Abdul Salam, hafði verið í samræðum við Loyd um olíuverð þegar hann hellti skyndilega úr bensíníláti yfir hana og kveikti í. Hermenn reyndu að slökkva eldinn. Ayala tók þátt í að yfirbuga árás- armanninn. Þegar í ljós kom að Loyd myndi varla ná sér af bruna- sárunum, og aldrei verða söm þótt hún héldi lífi, þá greip Ayala byssu sína og skaut Salam í höfuðið. Áður en hann skaut sagði hann túlki að segja Salam að hann teldi hann vera djöfulinn sjálfan. Ayala, sem er 46 ára, hafði lengi starfað fyrir bandaríska herinn, meðal annars sem lífvörður Hamids Karzai, for- seta Afganistans, og Nouri al-Mal- iki, forseta Íraks. Atburður þessi gerðist 4. nóv- ember síðastliðinn í bænum Che- hel Geli í Afganistan. Loyd lá illa haldin á sjúkrahúsi þar til hún lést 7. janúar síðastliðinn. Heitar umræður áttu sér stað í Bandaríkjunum um það, hvort Ayala ætti skilið harðan dóm fyrir að taka mann af lífi án dóms og laga eða hvort viðbrögð hans væru nægilega skiljanleg til þess að réttlæta vægan dóm. Ayala var fyrst ákærður fyrir morð, en játaði á sig manndráp. Hann átti yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi, en var í gær dæmd- ur til að greiða 12.500 dali í sekt og fékk að auki fimm ára skilorðs- bundinn fangelsisdóm. - gb Bandarískur málaliði fékk skilorðsbundið fangelsi fyrir að drepa afganskan fanga: Skaut handjárnaðan fanga í reiðikasti DON AYALA OG PAULA LOYD Ayala skaut afganskan fanga stuttu eftir að hann hafði kveikt í Loyd, sem lést af völdum brunasáranna tveimur mánuðum síðar. NORDICPHOTOS/AFP BRASILÍA, AP Verstu flóðin sem orðið hafa í norðanverðri Brasilíu svo áratugum skipti, hafa hrakið nærri 270 þúsund manns að heim- an. Nærri fjörutíu manns höfðu látist í gær. Fólkið forðar sér á hvaða far- artæki sem tiltækt er, sumir fara með yfirfullum vörubílum upp til hærri landsvæða, aðrir fara sigl- andi innan um hættulega krókó- díla og önnur skriðkvikindi. - gb Flóð í Brasilíu: Hundruð þús- unda flýja flóð SEYÐISFJÖRÐUR Jafnmikið atvinnuleysi og á höfuðborgarsvæðinu segja Seyð- firðingar. SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Seyð- isfjarðar telur að utanríkisráðu- neytið geti ekki notað atvinnu- ástand á höfuðborgarsvæðinu sem rök fyrir að flytja ekki störf út á land. „Ríkisvaldinu hefur hingað til gengið afar illa að standa við stóru orðin um að flytja störf frá höfuðborgarsvæð- inu til landsbyggðarinnar og því miður virðist það sama gilda þegar um ný störf er að ræða. Bæjarráð Seyðisfjarðar telur að í þessu tilviki séu tilvitnan- ir í atvinnuástand á höfuðborg- arsvæðinu móðgun við þá fjöl- mörgu sem eru atvinnulausir hér á Seyðisfirði en atvinnuleysi hér á staðnum er í svipuðu hlutfalli og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í ályktun bæjarráðsins. - gar Seyðfirðingar ósáttir: Svar ráðuneytis sagt móðgun VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.