Fréttablaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 59
matur 5
SALAT
250 g kirsuberjatómatar
Salt
Svartur pipar
2 stórar appelsínur
1 knippi aspas
2 dl appelsínusafi
2 stk. granatepli
80 g kókosflögur
200 g klettasalat
200 g salatblanda
KJÚKLINGUR
25 g þurrkuð lime lauf
25 g þurrkað garðablóðberg
25 g salt
25 g flórsykur
600 g kjúklingalundir
Grillpinnar
SÓSA
½ búnt steinselja
2 dl appelsínusafi
2 msk. hunang
2 dl mandarínuolía
salt
Skerið tómatana til helminga,
setjið á bökunarplötu, krydd-
ið með salti og svörtum pipar
og bakið í ofni við 100° C í 1
klukkustund. Setjið lime laufin,
garðablóðbergið, saltið og syk-
urinn saman í blandara og vinn-
ið í duft. Kryddið kjúklinginn
með blöndunni (umframkrydd
má geyma og nota seinna) og
látið liggja í 30 mínútur. Setj-
ið síðan kjúklinginn á pinna og
steikið á pönnu.
Skrælið aspasinn í strimla með
flysjara og leggið í appelsínu-
safa í 5 mínútur. Skerið börkinn
utan af appelsínunum og bátana
síðan frá kjarnanum. Ristið kók-
osflögurnar á þurri pönnu. Sker-
ið granateplin til helminga og
mokið fræjunum úr með skeið.
Blandið steinseljunni, app-
elsínusafanum og hunanginu
saman í blandara og bætið olí-
unni síðan út í á meðan vélin er
látin vinna. Sósan er því næst
smökkuð til með salti.
Að lokum er sal-
atinu blandað
saman í skál
með sósunni.
SUMARSALAT MEÐ KJÚKLINGI
Fyrir fjóra
Að gæða sér á mat undir berum himni tilheyrir sumr-inu og nýta margir hvert
tækifæri til að ferja kræsingar út
á svalir eða pall á meðan sést til
sólar. Yfirleitt verður léttur matur
fyrir valinu og fékk Fréttablaðið
tvo matreiðslumeistara til að galdra
fram sannkallað sumarsalat.
„Þetta er einfalt en um leið öðru-
vísi og frískandi salat,“ segir Arn-
þór Stefánsson, matreiðslumeistari
hjá Nýja Kaupþingi, sem gerði salat-
ið í félagi við Alfreð Ómar Alfreðs-
son, forseta Klúbbs matreiðslu-
meistara. „Það tekur ekki nema
um hálftíma að setja það saman en
það er kannski auðvelt fyrir mig að
segja,“ bætir hann við og hlær.
Í salatinu eru kirsuberjatómat-
ar, appelsínur, granatepli, ristað-
ar kókosflögur, ferskur aspas og
kjúklingur í limedufti. „Appelsín-
urnar fara vel með kjúklingnum og
granateplin gefa salatinu skemmti-
legan og framandi blæ. Það fer vel
með baguette og góðu hvítvíni og
bragðast best á pallinum með sól-
ina í augum.“
Þeir félagar eru í miklum ham
þessa dagana enda stór keppnis-
helgi yfirstandandi hjá matreiðslu-
meisturum. „Matreiðslumaður
ársins fór fram í gær, Matreiðslu-
meistari Norðurlanda fer fram
í dag og á morgun verður lands-
hlutakeppnin Íslenskt eldhús 2009
haldin,“ segir Alfreð en Klúbbur
matreiðslumeistara heldur utan
um keppnirnar ásamt því að vera í
forsvari fyrir íslenska kokkalands-
liðið. Keppnirnar fara fram í Laug-
ardalshöll en verðlaunaafhending
verður á Hótel Sögu á í kvöld. - ve
Salat fyrir sumardaga
Matreiðslumeistararnir Alfreð Ómar Alfreðsson og Arnþór Stefánsson deila með
lesendum uppskrift að kjúklingasalati sem bragðast best með sólina í augum.
Alfreð Ómar Alfreðsson forseti Klúbbs
matreiðslumeistara. Arnþór Stefánsson
matreiðslumeistari Salats.
Salatið er frískandi
og einfalt að útbúa
að sögn Arnþórs.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I
A
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
S
FG
4
20
40
0
4.
20
08
www.ms.is/gottimatinn
gerir allt betra!
nýjarumbúðirmatreiðslurjómihefur fengiðnýtt útlit
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
9
-0
1
9
2
Garðyrkjunámskeið
Matjurtaræktun
Miðvikud. 13/5 og 20/5 kl. 19:00-21:30.
ATH: Þetta er síðasta matjurtanámskeiðið
á þessu vori.
Verð kr. 12.500.-
Ræktun ávaxtatrjáa
Tvö kv. mán. 11/5 og 18/5 kl. 19:00-21:30.
Verð kr. 12.500.-
Ræktun berjarunna og -trjáa
Mánudaginn 18/5 kl. 17:00-18:30.
Verð kr. 3.750.-
Kryddjurtaræktun
Miðvikudaginn 13/5 kl. 17:00-18:30.
Verð kr. 3.750.-
Leiðbeinendur eru
höfundar bókarinnar
Matjurtir:
Auður I. Ottesen, garðyrkjufr.
Jón Guðmundsson, garðyrkjufr.
Skráning og upplýsingar
í síma 578 4800
og á www.rit.is
í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi