Fréttablaðið - 09.05.2009, Side 88

Fréttablaðið - 09.05.2009, Side 88
60 9. maí 2009 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson er enn að glíma við meiðsli sem hann varð fyrir á æfingu með íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Skotlandi um þarsíðustu mánaða- mót. Í ljós kom að lærvöðvi rifn- aði lítillega en hann er þó allur að koma til. „Ég fékk ekki rétta greiningu fyrr en ég kom aftur til Frakk- lands og þá fékk ég að vita að ég yrði frá í fjórar vikur. Síðan eru liðnar tæpar fimm vikur og ég er enn að skríða saman,“ sagði Veig- ar, sem leikur með franska úrvals- deildarliðinu Nancy. Hann gekk í raðir liðsins frá Stabæk í Noregi í janúar síðastliðnum en hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum síðan þá. „Nú eru fjórir leikir eftir á tímabilinu og þar af eru tveir strax í næstu viku. Ég verð ekki með í þeim tveimur og það er svo spurning um hina tvo. Hins vegar er leikformið mitt ekki upp á marga fiska enda er ég ekki búinn að spila neitt af viti síðan tímabilinu lauk í Noregi.“ Hann segir þó að forráða- menn Nancy hafi sýnt sér þol inmæði . „Þeir sögðu að ég ætti að nota þetta tímabil til að koma mér fyrir og læra betur á nýtt land og nýja menningu. Það er næsta tímabil sem telur hjá mér.“ Stabæk varð Noregsmeistari í haust en hefur byrjað illa á núver- andi tímabili – unnið aðeins einn af fyrstu sjö. „Það hefur verið erfitt að fylgj- ast með gengi liðsins enda er ég vitaskuld mikill Stabæk-maður. Þetta kemur nokkuð á óvart þar sem þeir misstu aðeins tvo leik- menn eftir tímabilið en fengu 4-5 í staðinn. En ég vona að liðið fari að rétta úr kútnum.“ Nancy er sem stendur í fjór- tánda sæti frönsku úrvalsdeildar- innar, sjö stigum frá fallsæti. - esá Veigar Páll enn að jafna sig á meiðslum á læri sem hann hlaut á landsliðsæfingu í aprílbyrjun: Veigar Páll spilar varla meira á tímabilinu VEIGAR PÁLL Hér með bún- ing Nancy. FÓTBOLTI Ungstirnið Theo Walcott hefur skrifað undir nýjan lang- tímasamning við Arsenal. Samn- ingurinn er talinn renna út árið 2013. „Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samn- ing. Ég er afar hamingjusamur hjá félaginu og vil þakka öllum sem hafa aðstoðað mig við að taka framförum hérna,“ sagði Walcott, sem kom frá Southamp- ton árið 2006. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að vonum hæstánægður með þessi tíðindi. „Theo er afar greindur leik- maður sem hefur tekið miklum framförum á þessari leiktíð,“ sagði Wenger en Walcott er afar ánægður með stjórann sinn. „Það er frábært að vinna með besta knattspyrnustjóra heims og spila á Emirates-vellinum. Það er ótrúlegur staður til að spila knattspyrnu. Ég vil spila hér áfram og hlakka til að ná árangri með þessu félagi,“ sagði Walcott að lokum. - hbg Theo Walcott: Skrifaði undir nýjan samning THEO WALCOTT Ánægður með nýja samninginn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Íslendingar verða áberandi þegar úrslitahelg- in í þýska bikarnum fer fram í Hamburg um helgina. Í dag fara fram undanúrslitin. Þá mætast Hamburg og Gum- mersbach í fyrri leik dagsins en síðari leikurinn er ekki af verri gerðinni en þá mætast Kiel og Rhein-Neckar Löwen. Sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.20. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudag. Sá leikur verður einnig sýndur á Stöð 2 Sport. Róbert Gunnarsson verður í eldlínunni með Gummersbach en í hinum slagnum mætast Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, og Guð- jón Valur Sigurðsson, leikmaður Löwen. Liðin mættust á dögunum í undanúrslitum Meistaradeildar- innar. Þá fór Kiel illa með Löwen í fyrri leiknum en Löwen marði sigur í seinni leiknum. Það sagði Guðjón Valur vera afar mikilvægt því leikmenn þyrftu að trúa því að þeir gætu lagt hið ógnarsterka lið Kiel sem þegar hefur tryggt sér þýska meistaratitilinn. - hbg Bikarhelgi í Þýskalandi: Önnur lota hjá Kiel og Löwen GUÐJÓN VALUR Verður í lykilhlutverki hjá Löwen í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.