Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 22

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 22
118 SKINFAXI lönd sin opin fyrir siglingum og verslun við aðrar þjóð- ir, innflutningi fólks frá löndum annara þjóðréttar- ríkja og að borgurum erlendra rikja sé i aðalatriðum veitt jafnrétti við innfædda menn. ]?ar sem landslög hvers lands verða að vikja fyrir þjóðarétti, ef þau koma í bága við hann, hafa Danir orðið að fara bónarveg til ýmsra ríkja, er málið skifti, og biðja þau að lofa sér að hafa Grænland lokað. Is- land bafa þeir annaðhvort ekki þorað að biðja eða ckki hugkvæmst það, eða ekki virt ísland svo mikils að biðja þess. Holland hafa þeir þar á móti margoft beðið um leyfi en fengið neilandi svar. Verði íslenskir borgarar fyrir áreitni af hálfu Dana á Grænlandi, er íslensku stjórninni heimilt að leggja hald á eða gera upptækar danskar eignir til lúkningar skaðabótakröfunnar á Dani. Og vísa eg þeim sem frelc- ari fræðslu æskja um þetta, til þjóðaréttarins. Um réttarstöðu vora á Grænlandi er þetta að segja i sem fæstum orðum, ef Grænland væri danskt land: 1. Eftir gildandi dönskum lögum fram til 1925 er öllum dönskum rikisborgurum heimil l'iskiveiði í land- helgi Grænlands og allskonar atvinnurekstur á Græn- landi. 2. I 6. gr. sambandslaganna er islenska ríkinu lieit- inn sami rctlur fyrir alla sína borgara og það sérstak- lega tekið fram um fiskirétt íslendinga við Grænland að hann sé hinn sami og Grænlendinga á Grænlandi. 3. Nærfell öll verslun og það að flytja sig inn í land- ið er bannað með dönskum landslögum. þetta bann gildir fyrir alla danska þegna og sömuleiðis fyrir þegna þeirra rikja, er gefið hafa Dönum leyfi til áð bafa ein- okunai'verslun og lokun á Grænlandi. 4. Island er meðal þeirra rikja, sem ekki hafa gel'ið þetta lcyfi, og verslun á Grænlandi og flutningur inn í Grænland er því frjáls og heimill fyrir borgara þess. Með fullveldisviðurkenningunnil918befir Danmörk eins

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.