Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 35

Skinfaxi - 01.09.1926, Page 35
SKINFAXI 131 skilning og umburðarlyndi. peir þóttust sjálfir hafa hina einu sönnu trú. Hinir væru fáráðlingar, eða trú- villingar. petta gat Zamenliof ekki þolað. Hann sagði að allir menn væru bræður. Allir jafn-réttháir. Og þeir ættu að lifa samkvæmt því. Æðsta lífsreglan væri þetta boðorð Krists: „pað, sem þrr viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ Enda væri ekkert fegurra til í heimi þessum en 'það, að lifa til hlítar eftir dæmi Jesú. En mennirnir voru grátlega skamt á veg komnir. peir jöguðust og jafnvel börðust út af smámunum, og gátu aldrei orðið á eitt sáttir. Og þó voru kendir þeiiTa allra sama eðlis. Allir áttu þeir kærleik í bjarta sínu, en hann var að eins fyrir þeirra útvöldu. Hinum mætti skilningsleysi, kuldi og hatur. Zamenhof brann al' þrá eftir að hjálpa til við að bæta út þessu. Hann skrifaði um það. Og liann ætlaði að taka það til rækilegrar umræðu á þingi vonverja i Parísarborg árið 1914. En það komst aldrei svo langt. Stríðið mikla skall yfir. Siðleysi menn ngarþjóðanna kom í ljós í allri sinni nekt. Alt starf i þágu réttlætis og ln’óðernis varð að liggja niðri. Hver varð að bauka i sinu horni. Og Zaménhof hclt kyrru fyrir í Varsjávu. par var alt í uppnámi. Látlausar stórorustur stóðu þar í grendinni. Hungur og hallæri þjakaði landið. Zamenhof liafði aldrei heilsusterkur verið. Og nú bil- aði hjartað, þcgar heitustu vonir hans og hugsjónir virtust að engu orðnar. 14. apríl 1917 andaðist hann, 57 ára gamall. En að hugsjónum sínum vann hann trúlega alt fram á síðustu stund. Og markmið lians var bið sama og jafnan áður: F r e 1 s i, jafnrétti, o g b r ó ð e r n i a 11 r a m a n n a u m g e r v a 11 a n h e i m. Ráðagerðir hans og fyrirætlanir dóu með honum. Menn vita jafnvel ekki um nema sumar þeirra. En hún lifir, minning þessa ágætismanns, sem var ekki aðeins

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.