Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1926, Side 46

Skinfaxi - 01.09.1926, Side 46
142 SKINFAXI fórnfýsi hennar og hjúkrunarlund, en nepja níðs og háðs leika um kennarann og ungu stúlkuna, líka frá bömunum; hugsunarháttur þcirra var ávöxtur tíðar- andans. — Múrveggir spillingar reyndust bæjarfógeta- dóttirinni ókleifir, en afskekt og fátækt sveitakot veitti henni viðráðanlegt verkefni. Ekki leikur það á tveim tungum, að umbótaþrá og samúð með smælingjunum hefir knúð höf. sögunnar til ritstarfa, en honum fer líkt og lækni, er þekkir meinsemdir, en kann ekki að gefa ráð er að gagni megi koma; höf. skortir skáldleg tök og ritsnild hans skeik- ar, enda er yrkisefnið mikið og margþætt. J?ó eru sum- ir kaflar sögunnar snjallir, einkum þar sem rætt er um hugsunarhátt og athafnir barna. Ástir. Tvær sögur eftir Stanley prest Melax. Fyrri sagan er liðleg en orðmörg lýsing á sveitaþorpi á Norðurlandi. þ>ar eru fulltrúar dugandi sjómanna og verslunarslæp- ingja. Mikla alúð leggur liöf. við að lýsa hjali fiskverk- únar-kvenna, ásta og hjónabandslífi þeirra.— Hin sag- an gerist í Reykjavík. Höf. fer þar ekki ólaglega af stað, en virðist í vandræðum með sögulokin. Aðalper- sóna sögunnar, svallari og oflátungur, úr flokki út- gerðarmanna, óvirðir ást og hamingju verkamanns síns. Verkamaðurinn drap hann umsvifalaust og var sendur í hegningarhúsið og segir ekki meira af lion- um. L o s n a r því höf. furðu þægilega við þessar sögu- hetjur sínar. Unnusta útgerðarmannsins er einkenni- leg persóna. G. B. Leiðrétting: 1 síðasta hefti, bls. 96, hefir fallið úr á eftir 5. linu: til Siglufjarðar með Guðmundi frá Mosdal ritara U. M F. I. og liélt þar fund með honum og. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.