Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 18

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 18
114 SKINFAXI og framlög þeirra miklu minni en áætlað hefði verið. Krafð- ist nefndin þess, að vonum, að sambandsstjórn tæki ábyrgð á þeim halla, sem af þessu stafaði. Sambandssjóður var þá tómur, en U.M.S.K. lánaði sambandsstjórn þær 400 kr., sem fram þurfti að leggja. Síðar veitti U.M.S.K. 100 kr. af lán- inu sem framlag í heimsboðssjóð, og höfðu þó öll félögin i sambandinu áður gefið í sjóðinn. — Þær kr. 300.00, sem þá voru eftir, greiddi sambandsstjóri úr eigin sjóði, eftir að reikningsskil þessi voru gerð. Lækka skuldir sambandsins á framanskráðum skuldalista sem því svarar. Um gjaldaliðina: 4. Sambandsþingið 1933 ákvað laun starfs- manns (A. S.) kr. 1200.00 á ári. En starfsmaðurinn lækkaði þau sjálfur um næstu áramót i kr. 800.00. Eins og niðurstaða reikningsins sýnir, hefir upphæð þessi raunverulega aldrei ver- ið greidd starfsmanninum, því að við reikningsskilin átti hann hjá sambandinu kr. 1561,38. (Sjá skuldalistann). Mun sam- bandið eigi verða krafið um greiðslu á þeirri skuld. .— 5. Þor- steini Jósefssyni var veittur styrkur þessi til utanfarar, eftir samþykkt sambandsþings 1933. — 6. „Ýmsir styrkir" eru til einstakra félaga til íþrótta, skógræktar o. fl., og námsstyrkir i Haulcadalsskóla. — 9. er til jafnaðar 4. tekjulið, sem skýrð- ur er hér að framan. Um áritun endurskoðenda. Efnahagsyfirlit gat ekki fylgt reikningsyfirlitinu frá sambandsstjórn, vegna þess, að gjald- kerinn frá 1930—’33 hafði enn ekki skilað reikbingum þess tímabils, þegar þessum reikningum var skilað til endurskoð- enda. Gömlu reikningsskilin komu fyrst á sambandsþingið í ár og voru endurskoðuð þar. En án þeirra var ekki hægt að gera rétt efnhagsyfirlit. Um skuldalistann. Þar sem telja má víst, að skuldin við A. S. verði aldrei greidd, og A. S. hefir greitt skuldina við U.M.S.K., hvíla í raun og veru ekki nema kr. 2449.74 skuldir á U.M.F.Í. Er það að vísu meira en nóg skuldabyrði. En vert er að athuga það vel, að sambandið mundi ekkert skulda, og það hefði ekki þurft að starfa að nokkru leyti á kostnað eins fátæks einstaklings, ef sambandsfélögin hefðu gert skyldu sína við það og greitt því skilvíslega lögboðinn skatt. Kemur nú ljótasti hluti reikningsskilanna. En það er yfirlit um skil sambandsfélaganna við U.M.F.f. 1933—’36: 31 fél. hafa ekkert greitt á tímabilinu. 3 — skulda fyrir 3 ár. 9 — — — 2 — 4 — — — 1 —

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.