Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 35

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 35
SKINFAXI 131 En í Austurvegu oft mun hugur leita, til Vermlands víðu skóga og Vermlands fríðu sveita. Landnám og landnámsmenn. (Hugleiðing). Eftir prófessor Richard Beck. Atburðaríkur dagur er að kveldi kominn; dagur, sem verður mér lengi minnisstæður. Eg liefi verið við- staddur hálf'rar aldar afrnæli Þingvalla og Lögbergs- byggða í Saskatchewan (Kanada) og tekið nokkurn ])átt í þeim merkilegu hátíðahöldum, sem byggðabúar höfðu undirbúið, með myndarskap og smekkvísi, til þess að minnast þessara tímamóta í sögu sinni. Mikill mannfjöldi, innan byggða og utan, hafði safn- azt saman í þeim lilgangi, að lieiðra íslenzku frum- hyggjana, sem stofnuðu byggðalög þessi fyrir fimmtiu árum síðan; bæði þá, sem livílast í mjúkri sæng fóst- urmoldarinnar, og hina, sem enn eru lifandi og slarf- andi. Hátíðardagurinn var sviphreinn, í samræmi við skapferli þeirra útsæknu Islendinga, sem hér námu nýtt land, ruddu mörkina og lögðu auðnina undir jtlóg, og áttu jafnaðarlega i ríkum mæli þá heiðríkju Iiugans, sem einkennt hefir sann-norræna menn. í skrúðgöngu dagsins kom fylking frumherjanna á þessum slóðum, sem nú er að vonum orðin æði þunn- skipuð, í vagni í drekaliki, eins og sæmdi niðjum binna fornu víkinga. Lærdómsríkt var það, eigi sízt frá þjóðmenningar- legu og þjóðernislegu sjónarmiði, að virða fyrir sér 9*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.