Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 51

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 51
SKINFAXI 147 Bygging heimavistarskóla, sem alstaðar komi í stað farskólanna, er eina sjáanlega úrræðið til endurbóta. Heimavistarbarnaskólar liafa þegar verið byggðir í nokkrum sveitum, og verður eigi annað sagt, en að sú reynsla, sem þegar er fengin, spái mjög góðu um framtíð þeirra. Aðalerfiðleikarnir eru fólgnir í því, að afla fjár til byggingar skólabúsa. En ástæðulaust er fyrir þjóð- ina, að láta sér það svo mjög í augum vaxa, enda mun það sannast, að jafnskjótt og almennur áhugi vaknar á málinu, þá mun ráð renna undan rifi hverju. Ungmennafélögin ættu nú að láta þelta mikla menn- ingarmál til sín taka. Myndu röggsamlegar frain- kvæmdir vissulega verða félögunum til sóma, en al þýðumenningunni í landinu til ómetanlegs gagns. Verkefni félaganna gætu t. d. verið eftirfarandi: Að vekja ahnennan áhuga í sveitinni á slcólabygg- ingu og að fá opinbera samþykkt um áætlun í því efni. Að fá stofnaðan byggingarsjóð samkvæmt heimild í fræðslulögunum. Að leita samvinnu við annan eða aðra hreppa um skólabyggingu, þar sem það þykir henta. Að gera opinbera kröfu til alþingismanns kjördæm- isins, um að hann verði þvi fylgjandi, að framlag rík- isins til skólabygginga verði stórum aukið frá því, sem er. Að finna aðrar fjársöfnunarleiðir. Að leggja fram sjálfboðavinnu við bygginguna. Að beita áhrifum i þá átt, að ákveðnum auðlindum, eins og t. d. happdrættiságóða, verði í náinni framtið varið til skólabygginga. Eg læt liér staðar numið að sinni, en skora á alla ungmennafélaga að taka höndum saman um þetta mál og bera það fram til sigurs. 10*

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.