Skinfaxi - 01.11.1949, Blaðsíða 43
SKINFAXI
107
enginn fengi að drekka af könnunni, nema sá, sem
lyft gæti henni með réttum armi.
Nú gekk konan að könnunni, lyfti hjálminum af,
benti mér að koma og sagði hálfglettin til áliorfend-
anna: „Nú skal vi fá at se, hvad Islendingen dugar til.“
Kaffidrykkjan í Höyland.
Eg þótti litill drykkjumaður úti á Islandi og vissi
ekki gjörla, hvort mér tækist að handfjalla þennan
fagra grip með viðeigandi virðingu, hóf þó könnuna
á loft og þóttist drekka af. „De er bra“, sagði sú full-
orðna, en bætti svo við, „ — En það vantar líka í hana
4 kg af víni. 1 veizlunni, þegar Huneherg var firnrn-
tugur, voru það aðeins þeir, sem fengu sopann.“
Eftir miðdegismat safnaðist mannfjöldinn saman til
skrúðgöngu. I fararbroddi voru erlendu gestirnir og
svo Sænsk-Finnarnir. Gengið var um götur horgar-
innar og staðnæmst í fögrum trjágarði. Þó veður væri
hvasst og smáhryðjur, mátti heita logn á jörðu. Hér var