Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1949, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.11.1949, Blaðsíða 29
SKINFAXI 93 Ungmennasambandi Dalasýslu, 2 frá Héraðssambandi Þingeyinga, 3 frá Héraðssambandinu Skarphéðni, 1 frá Umf. Keflavíkur og 5 frá Umf. Reykjavíkur, allir vaskir menn og knáir, flestir nemendur Sigurðar Greipssonar, nema Reykvíkingarnir hafa lært hjá Lárusi Salómonssyni. Þegar allir höfðu glímt, stóðu leikar þannig, að Einar Ingimundarson frá Umf. Keflavíkur varðist öll- um keppinautunum. Jafnir voru að vinningum Ármann Lárusson frá Umf. Reykjavíkur og Rúnar Guðmunds- son frá Héraðssambandinu Skarphéðni, en sá fjórði varð Sigurjón Guðmundsson frá Skarphéðni. Ármann og Rúnar urðu þvi að glima um annað sætið. Gerðust menn nú spenntir, því úrslitin voru mjög tvísýn. Eftir stutta og snarpa viðureign bar Rúnar sigur úr býtum og hlaut því annað sætið og Ármann það þriðja. Fyrr i glímunni hafði Rúnar legið fyrir Ármanni. Svona var jafnt með þeim. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi fór síðan viður- kenningarorðum um glimuna og taldi hana þá beztu, sem hann liefði séð um árabil, einkum fyrri hlutann, munu margir hafa tekið undir þá skoðun hans. Flestir voru piltarnir mjög ungir, en glímdu vasklega og af drenglund. Að lokum sýndu 12 piltar úr Umf. Reykjavíkur glímur, undir stjórn Lárusar Salómonssonar. Þar er efnilegur hópur glimumanna í uppsiglingu. Sýndu þeir mörg og fjörleg brögð, sem margir höfðu gaman af Nokkrir þeirra tóku þátt í kappglímunni, en aðrir eru líklegir til að gera það síðar. Félagið hefur unnið ötul- lega að glímukennslu undanfarin ár. Eftir að allri glímu var lokið, hófst dans á pallin- um og stóð hann til kl. 1 um nóttina, nema hvað hlé var gert kl. 11, en þá fór fram afhending verðlauna og mótslit. Þar var þá enn mikill mannfjöldi saman kominn og alltaf fór veðrið batnandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.