Skinfaxi - 01.11.1949, Blaðsíða 52
116
SKINFAXI
Guðni Þ. Árnason, Raufarliöfn.
Stefán Ól. .Tónsson, Reykjavík.
FRAMSÖGURÆÐUR.
I. Skýrsla stjórnarinnar.
Sambandsritarinn, Daniel Ágústinusson, flutti itarlega
skýrslu um störf U.M.F.Í. undanfarin 3 úr. Einnig var útbýtt
á fundinum fjölritaðri skýrslu um störf sambandsins og reikn-
ingar þess fyrir þrjú síðustu árin. Félög eru nú 193 með 11214
félagsmenn. Skiptast þau í 18 héraðssambönd og 10 einstök
félög, án milligöngu héraðssambanda. Hafði félagsmönnum
fjölgað um 1214 frá síðasta sambandsþingi og 13 félög bætzt við.
Skrifstofuherbergi hefur sambandið til afnota að Lindargötu
9 A. Skinfaxi kom út með sama hætti og áður. Tvö hefti á ári,
10 arkir alls. Verð kr. 10.00 árg. 12—14 iþróttakennarar starfa
á hverju ári og er samvinna við Í.S.Í. um suma þeirra. Kjart-
an Jóhannesson frá Ásum og fleiri söngkennarar hafa starfað
hjá U.M.F.Í. Rannveig Þorsteinsdóttir hefur séð um leikrita-
safnið. Þórður Pálsson hefur gætt Þrastaskógar og gróðursett
þar margar plöntur. Félögin skrá örnefni og hefur Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður verið þeim leiðbeinandi. U.M.F.f. átti
fulltrúa á norrænu æskulýðsmóti í Krogerup 1948. Vann með
Umf. Reykjavíkur að glímuferð til Noregs 1947. Ilefur á ýmsan
annan hátt haft samstarf við ungmennasambönd hinna Norð-
urlandanna. Lögin uin félagsheimili, sem sett voru 1947, marka
tímamót í byggingarmálum félaganna. Mörg Umf. notfæra sér
þegar ákvæði laganna.
Niðurstöður reikninganna voru þessar:
1946: Tekjur 97.187.99 kr.
Gjöld 95.616.23 —
Tekjuafg 1.571.76 kr.
1947: Tekjur 105.458.76 kr.
Gjöld 95.951.22
Tekjuafg 9.507.54 kr.
1948: Tekjur 98.224.54 kr.
Gjöld 86.352.35
Tekjuafg 11.872.19 kr.
Eignirnar höfðu aukizt á timabilinu um nær því 18 þús. lcr.
og námu í árslok 1948 kr. 35.543.28.
Áritun endurskoðenda fyrir siðasta ár var þessi:
„Við undirritaðir höfum enduskoðað reksturs- og efnaliags-