Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1949, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1949, Blaðsíða 5
SKINFAXI 69 eins fengju aukið frelsi og sjálfsforræði, þá myndu þeir fullkomlega þess umkomnir að standa á eigin fótum atvinnulega, fjárhagslega og menningarlega. Þá mun hafa verið ríkast í huga, að nú væri hið mikla tækifæri komið. Æskulýðnum var það ljóst, að þeirrar kynslóðar, sem þá var að vaxa upp, biðu mikil verkefni og með mönnum bjó það hugboð, að mikið mundi velta á þeim, sem þá voru að búa sig undir lifsstarfið. Sú skoðun var útbreidd, að æskulýður landsins þyrfti að þjálfa sig til þess að geta innt þetta hlut- verk af hendi, og að hann þyrfti að menntast til þess að vera þess umkominn að leggja grunninn að nýrri þjóðfélagsskipun á Islandi. Þá voru ekki skólar á hverju strái, sem imnt var að styðjast við. Æskulýðurinn varð þvi sjálfur að koma upp sinum eigin menntastofnunum. Þetta gerði hann. Menn stofnuðu ungmennafélög viðsvegar um land, og tóku til starfa af áhuga og elju. Starfið var mikið og fjölbreytt. Þvi verður ekki lýst með fáum orðum né heldur þýðingu þess, svo stórfelld og marg- vísleg hefur þýðing þess orðið fyrir þjóðfélagið. Þar fór fram félagsnám og félagsstarf að merki- legum verkefnum. I lögum fyrsta félagsins stóð, að menn væru í félögunum til þess að starfa fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð, að menn ætluðu i félögunum að læra að beita starfskröftum sínum og ennfremur, að félögin vildu styðja það, sem þjóðlegt væri og ramm- íslenzkt, og leggja höfuðáherzlu á að fegra og prýða landið og fegra móðurmálið. Þannig kom það skemmtilega fram, bæði í stofn- skrám ungmennafélaganna og starfi þeirra, að menn skildu vel, að þótt menn þyrftu og ætluðu að byggja á ný og breyta, og byggju sig undir það, þá mætti það aldrei koma fyrir, að menn slitu tengslin við for- tíðina. Og allt hið bezta, sem til var og þekkt í fari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.