Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 5

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 5
SKINFAXI 69 eins fengju aukið frelsi og sjálfsforræði, þá myndu þeir fullkomlega þess umkomnir að standa á eigin fótum atvinnulega, fjárhagslega og menningarlega. Þá mun hafa verið ríkast í huga, að nú væri hið mikla tækifæri komið. Æskulýðnum var það ljóst, að þeirrar kynslóðar, sem þá var að vaxa upp, biðu mikil verkefni og með mönnum bjó það hugboð, að mikið mundi velta á þeim, sem þá voru að búa sig undir lifsstarfið. Sú skoðun var útbreidd, að æskulýður landsins þyrfti að þjálfa sig til þess að geta innt þetta hlut- verk af hendi, og að hann þyrfti að menntast til þess að vera þess umkominn að leggja grunninn að nýrri þjóðfélagsskipun á Islandi. Þá voru ekki skólar á hverju strái, sem imnt var að styðjast við. Æskulýðurinn varð þvi sjálfur að koma upp sinum eigin menntastofnunum. Þetta gerði hann. Menn stofnuðu ungmennafélög viðsvegar um land, og tóku til starfa af áhuga og elju. Starfið var mikið og fjölbreytt. Þvi verður ekki lýst með fáum orðum né heldur þýðingu þess, svo stórfelld og marg- vísleg hefur þýðing þess orðið fyrir þjóðfélagið. Þar fór fram félagsnám og félagsstarf að merki- legum verkefnum. I lögum fyrsta félagsins stóð, að menn væru í félögunum til þess að starfa fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð, að menn ætluðu i félögunum að læra að beita starfskröftum sínum og ennfremur, að félögin vildu styðja það, sem þjóðlegt væri og ramm- íslenzkt, og leggja höfuðáherzlu á að fegra og prýða landið og fegra móðurmálið. Þannig kom það skemmtilega fram, bæði í stofn- skrám ungmennafélaganna og starfi þeirra, að menn skildu vel, að þótt menn þyrftu og ætluðu að byggja á ný og breyta, og byggju sig undir það, þá mætti það aldrei koma fyrir, að menn slitu tengslin við for- tíðina. Og allt hið bezta, sem til var og þekkt í fari

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.