Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1949, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.11.1949, Blaðsíða 13
SKINFAXI 77 og til innstu heiða, ljós er hafa lýst um þrjár aldir og munu lýsa um öll ókomin ár. Sá kraftur varð ó- þrotleg heilsulind. Hann gaf þjóðinni þrek að stand- ast lífsbaráttuna. Hann létti störfin og stríðið um langnætti vetrarins og gaf fátækum gleðileg jól. Hann lét vaxa ljúfari gróður en suðræn aldin — beztu blómin í brjóstum, sem að geta fundið til. Hann gaf okkur mestu vormenninna og brautryðjenduma: Egg- ert Ólafsson, Baldvin Einarsson, Bjarna Thorarensen, Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundsson, Jón Sigurðs son, Matthías Jochumsson. Himneskur andi hrærði svo hörpu þeirra, að ómurinn mun lifa um aldir alda í íslenzkri þjóðarsál. Ungmennafélagar og íslenzkur æskulýður. Gefizt þessum krafti á vald til sigurs í landnáminu mikla framundan. Tryggið þannig gæfu Islands og ykkar sjálfra við alefling andans og athöfn þarfa. Eins og litrófið felst í sólargeislanum, þannig býr allt, sem gott er, í kraftinum að ofan. Ég veit, að ykkur er það ljóst. En samt langar mig einkum til að biðja ykkur að eflast að tvennu. Annað er kraftur hreinleikans, sem endurnýjast með hverri kynslóð, bjargar frá glötun, í barnslegri mynd, og birtir leiftrandi augum áskorun til allra að verða ljóssins börn. Draumur Vísa-Gísla um aðalsmanna- skóla á Þingvöllum á að rætast í þeirri mynd, að hver æskumaður, sem upp vex á Islandi, verði sannur aðalsmaður með hreinum skildi. Ég sá eitt simi nokk- ur skjaldarmerki aðalsmanna og las einkunnarorðin, sem á voru letruð. Ein þótti mér fegurst: Non in tenebris. Ekki í myrkrunum. Svo verði um líf okkar og starf. Tært ljós af himni falli í djúp hjartans og brenni burt það, sem óhreint er og ljótt, en varðveiti barnslega fegurð og grandvarleik. „Sendu oss heilag- an anda og hreinsa oss“, kenndi Kristur. Um hitt skiptir þó enn meir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.