Skinfaxi - 01.11.1949, Blaðsíða 40
104
SKINFAXI
G'1
S:
Norræna æsknlýðsvikan
í Pargas 18.-25. júní 1949.
Fínnlandsfarið Brinhild
sigldi frá Stokkhólmi kl. 10
f.h. 17. júni. Veður var
dimmt og mikil rigning, og
brátt gerði storm, sem náði
11 vindstigum á Álandshafi.
Á skipinu liittust flestir
þátttakendur norrænu vik-
unnar, 7 Svíar, 11 Danir og
9 Norðmenn, 3 Islendingar,
Ásdís Ríkarðsdóttir, Vil-
lijálmur Sigurbjörnsson og
undirritaður.
Rétt fyrir hádegi 18. júní
lagðist skipið að bryggju í Helsingfors og hafði tafizt
um 3 tíma, vegna óveðursins.
Áður en tollskoðun var lokið, var fil. mag. Henry
Backman kominn til þess að taka á móti okkur, og
leiddi hann allan skarann fyrir borgarstjórann, sem
hafði boðið til hádegisverðar. Þar var góður og ó-
brotinn matur á borð borinn, síld (frá Islandi) kart-
öflur, grænmeti, brauð, smjör og súrmjólk. öllu var
mjög smekklega fyrir komið á borðinu, fánar og blóm.
Frekar höfðu menn hraðann á, fáar ræður og gagn-
orðar.
F ti biðu okkar tveir bílar, líkir þeim, sem ganga á
milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, og í þeim var ek-
ið um borgina, og var sinn leiðsögumaðurinn í hvor-
um. Fil mag. Arvo Inkilá, formaður finnsku ung-
mennafélaganna, var okkar leiðsögumaður, og yrði