Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 29

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 29
SKINFAXI 93 Ungmennasambandi Dalasýslu, 2 frá Héraðssambandi Þingeyinga, 3 frá Héraðssambandinu Skarphéðni, 1 frá Umf. Keflavíkur og 5 frá Umf. Reykjavíkur, allir vaskir menn og knáir, flestir nemendur Sigurðar Greipssonar, nema Reykvíkingarnir hafa lært hjá Lárusi Salómonssyni. Þegar allir höfðu glímt, stóðu leikar þannig, að Einar Ingimundarson frá Umf. Keflavíkur varðist öll- um keppinautunum. Jafnir voru að vinningum Ármann Lárusson frá Umf. Reykjavíkur og Rúnar Guðmunds- son frá Héraðssambandinu Skarphéðni, en sá fjórði varð Sigurjón Guðmundsson frá Skarphéðni. Ármann og Rúnar urðu þvi að glima um annað sætið. Gerðust menn nú spenntir, því úrslitin voru mjög tvísýn. Eftir stutta og snarpa viðureign bar Rúnar sigur úr býtum og hlaut því annað sætið og Ármann það þriðja. Fyrr i glímunni hafði Rúnar legið fyrir Ármanni. Svona var jafnt með þeim. Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi fór síðan viður- kenningarorðum um glimuna og taldi hana þá beztu, sem hann liefði séð um árabil, einkum fyrri hlutann, munu margir hafa tekið undir þá skoðun hans. Flestir voru piltarnir mjög ungir, en glímdu vasklega og af drenglund. Að lokum sýndu 12 piltar úr Umf. Reykjavíkur glímur, undir stjórn Lárusar Salómonssonar. Þar er efnilegur hópur glimumanna í uppsiglingu. Sýndu þeir mörg og fjörleg brögð, sem margir höfðu gaman af Nokkrir þeirra tóku þátt í kappglímunni, en aðrir eru líklegir til að gera það síðar. Félagið hefur unnið ötul- lega að glímukennslu undanfarin ár. Eftir að allri glímu var lokið, hófst dans á pallin- um og stóð hann til kl. 1 um nóttina, nema hvað hlé var gert kl. 11, en þá fór fram afhending verðlauna og mótslit. Þar var þá enn mikill mannfjöldi saman kominn og alltaf fór veðrið batnandi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.