Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 4

Skinfaxi - 01.04.1950, Síða 4
4 SKINFAXI deilda karla og kvenna starfa undirdeildir, sem ef til vill munu verða sjálfstæðar innan tíðar, s. s. hand- knattleiksflokkur karla og kvenna, fimleikaflokkar o. s. frv. — Ég heyri, að þið byggið þarna á þjóðlegum grund- velli og hafið bæði glímu- og vikivakaflokk. Hvernig liefur reynslan orðið á áhuga unga fólksins á þess- um greinum? ‘ — Prj7ðileg. Áhuginn er mjög mikill. Glímuflokkur- inn hefur t. d. alltaf stai'fað með miklum blóma undir handleiðslu kennara síns Lárusar Salómonssonar. Sendi félagið glímuflokk til Noregs vorið 1947, eins og lesendum Skinfaxa er kunnugt. Drengim- ir byrjuðu að æfa fyrir fjórum árum, þá 14 ára sumir, og nú eigum við sjálfan handhafa Ái-manns- skjaldarins, Ármann J. Lámsson, sem er aðeins 17 ára. En þótt hann hafi orðið hlutskarpastur í þetta sinn, eigum við marga fleiri, sem líka eru hlutgengir. 1 glímuflokknum munu nú æfa milli 20—30 piltar, og nýtt námskeið er að hefjast þessa dagana. — Um vikivakaflokkinn er það að segja, að starfsemi hans hefur verið tvenns konar. Annars vegar er starfsemi sýningarflokksins, sem beinlínis æfir vikivaka til að sýna á skemmtunum, en hins vegar eru almenn viki- vakanámskeið og hefur oft verið afar fjölmennt á þeim æfingum. Kennari flokksins er ungfrú Júlía Helga- dóttir. — En hvað um frjálsu íþróttirnar? — Iþróttastarfsemin er sífellt að aukast. Var byrjað með mjög ungt fólk, og því ekki við miklu að búast í upphafi, en þegar þetta fólk eldist og vex fiskur um lirygg, færist það í aukana, og nú þegar eru frjáls- íþróttirnar komnar á svo góðan rekspöl, að þær gefa góða von um mikinn árangur í náinni framtíð. — Þessi starfsemi er auðvitað bæði sumar og vetur. — Já, íþróttaæfingar fara fram sumar og vetur. 1

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.