Skinfaxi - 01.11.1952, Side 2
98
SKINFAXI
HINN 25. janúar síðastl. andaðist jijrsti forseti ís-
lenzka lýðveldisins, herra Sveinn Björnsson. Hafði
hann verið forseti þjóðarinnar frá stofnun lýðveld-
isins W'i'i og ríkisstjóri áður. Hann mótaði þær venj-
ur, hefð og siði, er ríkja skgldu um æðsta embætti
þjóðarinnar. Mun í engu ofmælt, að þar búi lengi og
giftusamlega að fgrstu gerð. En i því speglast í raun-
inni sá sannleiki, að þjóðin var heilladrjúg í vali hins
fgrsta innlenda þjóðhöfðingja. Varð hann þjóðinni
allri mikill liarmdauði.
Hinn 29. júní gekk þjóðin að kjörborðinu og valdi
sér nýjan forseta. Kaus hún Ásgeir Ásgeirsson. Og
1. ágúst var hinn nýkjörni forseti settur í embætti
með hátíðlegri athöfn í dómkirkju og alþingishúsi.
Hinn nýi forseti, herra Ásgeir Ásgeirsson, hefur í
þrjá áratugi unnið margvísleg trúnaðarstörf fgrir
land og þjóð. Alþingismaður var hann hartnær þrjá-
tíu ár, forsælis- og fjármálaráðherra um skeið,
fræðslumálastjóri og bankastjóri, auk margra ann-
arra starfa. Á gngri árum vann hann algenga vinnu
til sjávar og sveita jafnhliða námi sínu, en hann er
guðfræðingur að menntun. Kvæntur er hann Dóru
Þorhallsdóttur er með sæmd mun skipa sætið við
hlið bónda síns.
Skinfaxi árnar hinum nýja forseta Islands, herra
Ásgeiri Ásgeirssgni, og þeim forsetahjónum báiðum,
allra heilla í framtíðinni. En í þeim árnaðaróskum
eru í rauninni fólgnar óskir og vonir til handa þjóð-
inni allri. Á erfiðum og vandasömum timurn er þörf
samheldni og samtakavilja. Gæfa þjóðarinnar á við-
sjálum tímum og vandrötuðum leiðum er undir því
komin, að stjórnvöld landsins og allur almenningur,
æðri sem lægri, einstaklingur og heild, vinni samait
undir hinu gamla kjörorði ungmennafélaganna, sem
áivallt skgldi vera öllum sönnum íslendingum jafn-
nýtt: íslandi allt.