Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 3
SKINFAXI
99
'>tefán yJL ffóniion:
Norræna æskulýðsmótii 1952
Fyrstu viku júlímánaðar s.l. var norræn æskulýðs-
vika ungmennafélaganna í Vraa höjskole á Norður-
Jótlandi. Þar mættu um 70 fulltrúar frá öllum
Norðurlöndum, auk tveggja fulltrúa frá Suður-Slésvík.
Þarna voru 22 Finnar, 5 Svíar, 12 Norðmenn, milli 20
og 30 Danir og 4 Islendingar.
Þegar fólk frá ýmsum þjóðum kemur saman, gefst
ágætt tækifæri til þess að kynnast háttum, menningu
og málefnum þjóðanna.
Stundum eru nokkrir erfiðleikar í hyrjun með samtal,
vegna ólikra tungumála, en þeir hverfa furðu fljótt,
þegar ekki er um óskyldari tungur að ræða en Norður-
landamálin, að undanskilinni finnskunni. Finnskan er,
eins og kunnugt er, mjög ólík hinum Norðurlanda-
tungunum. Því miður mun það vera nokkuð algengt,
að Finnar kunni ekki önnur tungumál en sitt eigið.
Veldur það vissulega erfiðleikum, þegar við þá á að
ræða, ef enginn túlkurinn er viðstaddur, því finnskan
er svo erfitt tungumál, að mjög fáir leggja stund á hana,
a. m. k. á Norðurlöndum.
Finnski flokkurinn, sem kom á æskulýðsvikuna í
Vraa, gaf henni sérstakan blæ. Syngjandi málhreimur
þeirra lét svo annarlega í eyrum hinna Norðurlanda-
búanna. En án Finnanna hefði æskulýðsvikan verið
snauðari og norræn samvinna án Finna óhugsandi, svo
rnikla samstöðu eiga þeir með hinum Norðurlanda-
þjóðunum og eru þeim skyldir. Þeir eru útverðir þessara
þjóða í austri, eins og við Islendingar í vestri. Á þessum
útvörðum mæða mest áhrif annarra þjóða; hafa þeir
því á víssan hátt meiri ábyrgð á varðveizlu norrænnar
menningar. —