Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 18

Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 18
114 SKINFAXI mest gildi, og U.M.F.l. hefur lagt höfuðáherzlu á í undirbúningi þeirra. Keppikeflið er, að landsmótin verði íþrótta- og kynningarhátíð æskunnar í landinu, þar seni unga fólkið frá hinum fjarlægustu stöðum hittist á þriggja ára fresti og keppi saman í drengilegum leilc. Til að undirstrika Jiessa skoðun hefur U.M.F.l. látið gera viðurkenningarskjöl, sem send verða öllum þeim, er á einhvern hátt tóku þátt í Eiðamótinu. Landsmótið hefst. Iþróttafólkið var flest komið til Eiða föstudags- kvöldið 4. júli. Þá var skipað i riðla og gengið frá öðrum undirbúningi. Á laugardagsmorgunin kl. 10 hól'st mótið með setningarræðu sr. Eiríks J. Eiriks- sonar, samhandsstjóra U.M.F.I. Flutti hann ræðu sina af svölum heimavistarhússins. Var þá logn, sólskin og 24 stiga hiti. Síðan var farin hópganga út á íþrótla- völlinn undir íslenzka fánanum. Gengu íþróttamenn og gestir frá hverju sambandi saman. Þegar komið var á íþróttavöllinn, voru fánar dregnir að hún meðfram honum, cn mannfjöldinn söng óð til fánans og ælt~ jarðarinnar undir stjórn Þórarins Þórarinssonar skóla- stjóra á Eiðum, en hann stjómaði jafnan almennum söng af mikilli prýði. Þann dag var svo keppt í íþrótt- um til kl. 7. Um kvöldið var haldinn almennur ungmennafélags- fundur liti á íþróttavellinum. Umræðuefni var: Menn- ingarlíf sveitanna. Fundarstjóri var Skúli Þorsteins- son skólastjóri. Þessir tóku til máls: Jón F. Hjartar, Flateyri, Sigurður Brynjólfsson, Keflavík, Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli, Ingi Tryggvason, Laugum,. Eyþór Einarsson, Kaldaðarnesi, Helgi Símonarson, Þverá í Svarfaðardal og fundarstjórinn. Ræðurnar voru allar stuttar og snjallar, enda fengu þær hinar beztu undirtektir fundarmanna. Lögðu flestir ræðumenn á-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.