Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 28

Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 28
124 SKINFAXI þeir allir til leiks. Þeir voru: Halldór Pálsson frá U.M.S. Eyjafjarðar, Hreinn Ölafsson frá U.M.S. Kjalarnes- þings, Ivar Stefánsson og Stefán Kristjánsson frá Hér- aðssambandi S.-Þing. Gerð var 800—900 metra löng braut og á henni 5 stöðvar, serri keppendur áttu að koma við á, svara þar spurningum og gera ýrnsar athuganir. Þessu stjórnaðí vörður, sem var á hverri stöð. Á þeirri fyrstu var rúmtaksákvörðun. Þar var 35 1 mjólkurbrúsi og spurningin var: Hversu marga litra tekur brúsinn? Tveir svöruðu rétt. Sá þriðji gizkaði á 30 1 og sá fjórði á 25 1. Á annarri stöð átti að gizka á þunga. Þar var 40 kg brúsi, sem keppendur voru látnir vega. Enginn gat þar rétt til. Sá fyrsti sagði 25 kg, annar 15 kg, þriðji 45 kg, fjórði 35 kg. Á þriðju stöð var þessi spurning: Hve langt er eftir veginum frá Eiðaskóla til íþróttavallarins ? Rétt svar er 1100 m. Einn svaraði því rétt. Hinir sögðu 900 m, 600 m og 1500 m. Á fjórðu stöð átti að flytja skilaboð, sem tekin voru, þegar lagt var upp í hlaupið. Skilaboðin voru þrjú: 1. Magnús kemur með Esju á íostudag. 2. Segðu Guðmundi að kaupa 2 kg af smjöri. 3. Jarpur er fundinn. Einn skilaði öllu i’étt. Tveir skiluðu tveimur réttum og einu röngu. Einn skilaði einni réttri og tveimur röngum. Á fimmtu stöð skyldi'svara þremur spurningum. Þær voru þessar: 1. Hvar var landsmót U.M.F.l. háð 1949? 2. Hvenær var Ungmennafélag Islands stofnað? 3. Á hvaða ný fiskimið sækja íslenzku togararnir nú ? Síðustu spurningunni svöruðú allir i’étt. Fyrstu

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.