Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 33

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 33
SIÍINFAXI 129 aði, að iþróttir eru hér enn i hávegum hafðar, og harð- ir dómar í garð íslenzkra íþróttamanna byggjast á viðhorfi til fárra einstaklinga, en ekki til hreyfingar- innar í heild. Landsmótið á að vera öflug hvatning til Umf. um land allt. Ekki einungis á sviði íþróttanna, heldur og í öllum öðrum greinum félagslífsins. Næsta landsmót U.M.F.Í. verður háð í Vestfirðingafjórðungi eftir þrjú ár. Það væri ánægjulegt, að íþróttaæskan, sem setli eftirminnilegan svip á Eiðamótið, mæti þar öll. Ung- mennafélögin og æskan í landinu hafa vaxið við hvert landsmót. Enn þarf að sækja fram og gera betur. Bæta þarf við mikilli ])átttöku i starfsíþróttum og hefja þær til vegs. Framtíð þjóðarinnar liyggist að verulegu leyti á því, að æskan taki með gleði þátt í hagnýtum störfum og sækist eftir þeim. Tilgangur starfsíþróttanna er að skapa vinnunni þá virðingu, sem henni ber, og veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Með það í huga vilja Umf. taka starfsíþróttir upp í félagsstörf sín og veita þeim brautargengi í félögunum, á héraðsmótum og landsmótum, og skipa þeim á þann veg við hliðina á hinum eldri og vinsælu íþróttum. Þannig skal starf- inu haldið áfram næstu árin í þágu íslenzkrar æsku. Urslit í einstökiun í|)róliagrciiiiim Innan sviga fyrsti maður i hverri íþróttagrein á Hvera- gerðismólinu 1949, þar sem um sambærilegar íþróttagreinar er að ræða. Hlaup, 100 m: Guðmundur Vilhjálmsson (A) 10,9 sek., Gisli Árnason (HS) 11,2 sek., Tómas Lárusson (Iv) 11,3 sek. og Jónas Ólafsson (V) 11,5 sek. (Guttormur Þormar (A) 12,2 sek.) Hlaup, 400 m: Magnús Gunnlaugsson (HSK) 54 sek., Skúli 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.