Skinfaxi - 01.11.1952, Side 42
138
SKINFAXI
íþróttaiðkanir, svo sem sundlaugum, iþróttavöllum og félags-
heimilum. Jafnframt minnti hann á nauðsyn á viðhaldi þess-
ara mannvirkja, og að efla bæri hið innra starf félaganna sem
mest. íþróttir þyrfti jafnan að æfa vel, enginn skyldi mæta
óæfður til keppni. Slíkt gæti leitt til ofreynslu og heilsutjóns.
III. Bindindismál.
Frsm. Halldór Kristjánsson. Rakti hann, hverja þýðingu
bindindisstarfsemin hefur. Ýmis öfl ynnu á móti bindindi,
og þyrftu sambandsfélögin að vera vel á verði gegn þeim.
Leggja bæri áherzlu á að efla tóbaksbindindi, af siðferði-
legum, heilbrigðislegum og fjárhagslegum ástæðum.
IV. Skógræktarmál.
Frsm. Skúli Þorsteinsson. Minnti hann á, að skógræktin
hefði verið eitt af stefnumálum Umf. i upphafi, og þau hefðu
skapað áhuga fyrir skógræktarmálum með umræðum á fund-
um sinum og skóggræðslu. Ýmsir hefðu litið svo á, að með
stofnun Skógræktarfélags íslands væri þessu starfi Umf. lok-
ið, en það væri mesti misskilningur. Þeim bæri að vinna kapp-
samlega að þeim málum eftir sem áður. Hér væri um að ræða
rælctunar- og uppeldisstarf. Ástæða væri til að lögfesta i skóla-
löggjöfinni, að börn ættu að vinna að skóggræðslu. Umf. ættu
að koma sér upp skógarreitum, hjálpa skólunum til þess að
vinna með þeim að skógræktarmálum.
V. Félagsmálaskóli.
Frsm. Þorsteinn Einarsson. Hann sagði, að íslendinga vant-
aði stofnun, sem væri miðdepill félagslífsins. Þar ætti að reka
slcóla og námskeið fyrir þá, sem áhuga hafa fyrir félagsstörf-
um og veldust til forystu í félagsmálum. Hugmyndin væri, að
slík áhugamannadeild starfaði við íþróttakennaraskólann á
Laugarvatni. Hefði nokkuð verið að þessum málum unnið,
en allmikið vantaði enn á, svo nauðsynlegt fé væri fyrir
hendi í brýnasta stofnkostnaðinn.
VI. Starfsíþróttir.
Frsm. Daniel Ágústínusson. Rakti hann sögu svipaðrar starf-
semi hjá Umf. á Norðurlöndum, sem flest hefðu hana með
höndum og sum nú um langan tíma. Áhugi fyrir Iienni væri
mikill, og hefðu félögin aukið álit sitt og gengi með þvi að
taka þessa starfsemi upp. Virðingin fyrir hagnýtum störfum
þyrfti að aukast og liljóta viðurkenningu, ekki síður en afrek