Skinfaxi - 01.11.1952, Page 46
142
SKINFAXI
14. íþróttasamband Suðurnesja.
61. Einar Ingimundarson, Keflavík.
62. Hilmar Þórarinsson, Njarðviltum.
63. SigurSur Brynjólfsson, Keflavík.
64. Sveinn Sæmundsson, Keflavík.
65. ÞorvarSur Arinbjarnarson, Keflavík.
15. Ungmennafélag Reykjavíkur.
66. Anna Friðriksdóttir, Reykjavik.
67. Daníel G. Einarsson —
68. Erla Sigurjónsdóttir —
69. Gylfi Gunnarsson —
70. Margrét Hallgrímsdóttir —
Auk þess sátu þingið: Sr. Eiríkur J. Eiríksson sambands-
stjóri U.M.F.Í., Daníel Ágústínusson ritari, Gisli Andrésson
varasambandsstjóri, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi og
Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri Í.S.Í.
Tveir fulltrúar ætluðu að koma frá Héraðssambandi A.-
Skaftafellssýslu, Úlfljóti, þeir Rafn Eiríksson, Miðskeri og Torfi
Steinþórsson, Lundi, en vegna þess að flugveður var óhag-
stætt náðu þeir ekki.
ALYKTANIR ÞINGSINS.
I. Þjóðernismál.
„Sambandsþingið lítur svo á, að verndun íslenzks þjóðernis,
sjálfstæðis og íslenzkrar menningar, eigi að vera höfuðstarf
ungmennafélaganna, og sé þess sérstök þörf nú, þegar er-
lendur her dvelur i landinu, og á margan hátt eru tvisýnir
timar og viðsjálir. Ungmennafélögin geta þar gegnt forystu-
starfi með hollu félagslifi, þar sem fjölbreytni og menningar-
bragur er í skemmtanalífi og unga fólkið lætur til sín taka
við þroskandi verkefni í anda ungmennafélagshreyfingarinn-
ar fyrr og síðar, með aukinni rækt og tryggð við átthagana,
gætni i meðferð fjármuna, bindindisstarfscmi, trúmennsku í
starfi og starfsáhuga, vinnusemi og óeigingjörnum þegnskap
yfirleitt í almannaþágu í nútið og framtið, þar sem þess er
alltaf gætt að vinna að framförum og velgengni heildarinnar
með tillili til þeirrar staðreyndar, að menntun og starfshæfni
einstaklingsins, frelsi hans og manngildi, er æðsta markmið
alls félagslífs og samhjálpar.
Sambandsþingið bendir á þá staðreynd, að íslendingar eru
vopnlaus þjóð, sem getur ekki látið að sér kVeða í styrjöld