Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 48

Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 48
144 SIÍINFAXI Sambandsþingiö lýsir ánægju sinni yfir því, aö hafizt hef- ur verið handa um að reisa hús yfir íslenzk handrit, sem enn eru í vörzlu Dana. Skorar þingið á rikisstjórn íslands að halda fast fram heimflutningi handritanna og láta það mál ekki niður falla fyrr en sigri er náð. Jafnframt hvetur þingið ungmennafélög um land allt að taka myndarlegan þátt í fjársöfnun þeirri, sem nú fer fram til húsbyggingar yfir handritin.“ II. Bindindismál. 1. „Sambandsþingið leggur áherzlu á l>að, að bindindis- málin hljóti að vera eitt af meginatriðum í stefnu og starfi ungmennafélaganna, þar sem áfengisnautn er ósamræmanleg þeim manndómsbrag og mannshugsjón, sem er grundvallar- atriði hreyfingarinnar, auk þess sem áfengisbölið er nú eitt- hvert mesta mein þjóðarinnar. Heitir þingið því á sérhvert sambandsfélag að vera stefnu sinni trútt með því að glæða skilning almennings á hættum þeim og tiðindum, sem áfeng- isnautn fylgja og standa hvarvetna gegn því, að áfengi sé haft um hönd, þó að félögunum sé einkum skylt að vanda eigin samkomur.“ 2. „Sambandsþingið ítrekar fyrri ályktanir um þjóðarat- kvæðagreiðslu um aðflutningsbann áfengis og treystir ung- mennafélögunum til að láta drengilega að sér kveða í bar- áttu þeirri, sem hlýtur að fara á undan slíkri atkvæða- greiðslu.“ 3. „Sambandsþingið skorar ennfremur á ungmennafélögin að hefja nú örugga sókn gegn tóbaksnautn og bendir á til fyrirmyndar þau félög, sem hafa persónulegt tóbaksbindindi meðal félagsmanna sinna.“ III. Norrænt samstarf. „Sambandsþingið fagnar samstarfi því, sem tekizt hefur með U.M.F.I. og Umf. á öðrum Norðurlöndum með sameiginleg- um æskulýðsmótum. Telur þingið nauðsynlegt, að forystu- mönnum einstakra héraðssambanda og ungmennafélaga gef- ist kostur á því að sækja hin norrænu æskulýðsmót ung- mennafélaganna. Jafnframt lýsir þingið ánægju sinni yfir þvi, ef hægt væri að halda slíkt norrænt æskulýðsmót á íslandi árið 1953 eða 1954 og lieitir á íslenzka ungmennafélaga að fjölmenna á það mót, ef til kemur.“

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.