Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 52

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 52
148 SKINFAXI XII. Kosningar. í stjórn U.M.F.Í. til næstu þriggja ára voru kosnir: Sr. Ei- rikur J. Eiríksson, Núpi, sambandsstjóri, Daníel Ágústínusson, Reykjavik, sambandsritari, Daníel G. Einarsson, Reykjavik, gjaldkeri, Gísli Andrésson, Hálsi, varasambandsstjóri og Grím- ur NorSdahl, Kópavogi, meðstjórnandi. Varamenn: Stefán Ói. Jónsson, Reykjavík og Eyþór Einarsson, Kaldaðarnesi. — End- urskoðendur: Stefán Runólfsson, Reykjavik, og Teitur Guð- mundsson, Móum, Ivjalarnesi. Til vara: Ármann Pétursson, Ey- vindarholti og Lárus Halldórsson, Rrúarlandi. XIII. Þingslit. Á föstudagskvöldið fóru þingslit fram i myndarlegu samsæti, sem stjórn U.Í.A. hélt fulltrúunum. Stjórnaði þvi Skúli Þor- steinsson formaður U.I.A. og flutti hann þar hvatningarræðu til fulltrúanna. Sr. Eirikur J. Eiríksson þakkaði forustumönn- um U.I.A. glæsilegar viðtökur á Eiðum, sem fulltrúunum yrði lengi minnisstæðar. Hin ánægjulega dvöl í þessu fagra héraði hefði orðið til þess, að þeir kynnu betur að meta fólkið og landið. Þakkaði síðan starfsmönnum þingsins og fulltrúum ágætt samstarf. Margar samþykktir hel'ðu hér verið gerðar og um þær hefði ríkt samhugur, enda nálega allar samþykktirnar gerðar með samhljóða atkvæðum. Þórarinn Þórarinsson, fyrsti forseti þingsins, sleit síðan þessu 17. sambandsþingi U.M.F.Í. með stuttri ræðu og árnaðaróskum til fulltrúanna. D. Á. VEGNA ÞRENGSLA í þessu hefti, biður allmikið efni næsta heftis. Efnisyfirlit 43. árgangs kenuir og í fyrsta hefti 44. árgangs. Þvi miður var ekki hægt að liafa þetta hefti stærra, en það er fjórar og hálf örk i stað fjögurra, sem tilskilið er.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.