Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 54

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 54
150 SKINFAXI mínútu, sem byrjuð er, unz verkinu er lokið hjá hverjum keppenda fyrir sig. II. Hnappagat gert og hnappur festur. Tilhögun keppni. Stjórnandi keppninnar sér um, að allt sé til reiðu, sem til keppninnar þarf, og að þaS sé sem líkast fyr- ir alla. Þátttakendur skulu koma með fingurbjörg meS sér. HnappagatiS skal gert á tvöfalt efni (þráSrétt), sem hefur lögun skyrtulíningar. Er heimilt að skera það (með rak- vélarblaði) eða klippa það með skserum. Hnappagatið á að vera hæfilegt fyrir hnappinn og liann festur þannig, að ermaliningin verði jöfn að framan. Stigatafla. Vinnuaðferð ....... 10 • 2 = 20 stig Vinnuvöndun .... 10 • 2 = 20 — Tími .............. 10 1 = 10 — Samtals 50 stig M a t. Vinnuaðferð. Hér skal metin vinnuaðferS keppenda. Kepp- andi skal sitja beinn og óþvingaður viS vinnuna, hafa nál- þráS hæfilega langan og nota fingurbjörg. Vinnuvöndun. Hér skal metin stærð hnappagats miðað við hnapp, staðsetning þess og frágangur allur (s. s. saumað með jöfnum sporum og hæfilega þéttum miðað við efnið, sem hnappagatið er gert á) jöfnun jaðra og liorna, ennfremur staðsetning hnappsins. Tími. Keppandi sá, sem skemmstan tima hefur fær hámarks stigafjölda, en siðan er % stig dregið af við hverja mínútu, sem byrjuð er, unz verkinu er lokið hjá hverjum keppenda fyrir sig. III. Smurt brauð. Tilhögun keppni. Stjórnandi keppninnar leggur til allt efni, brauð (rúgbrauð, heilhveitibrauð, franskbrauð, hrökkbrauð), smjör og álegg. Nauðsynlegt er, að áleggið sé fjölbreytt, og að þátttakendur þekki það. Hver þátttakandi smyr 6 brauðsneiðar, tvær af nestisbrauði, tvær á kaffi- eða tebarð og tvær á samkvæmisborð. Nestis- og kaffiborðsbrauðsneiðarnar eiga að vera heilar sneiðar, en á samkvæmisborðið „snittur“, (hálfar sneiðar) hringskornar, ferkantaðar eða með annarri lögun, þar sem skorpur séu af- skornar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.