Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 67

Skinfaxi - 01.11.1952, Síða 67
SKINFAXI 163 FRA FÉLAGS8TARFINU Skýrslur ungmennafélaganna 1951 sýna i aðalatriðum svip- aða starfsemi og undanfarin ár. íþróttaiðkanir og þátttaka i ýmsum íþróttamótum er fyrirferðarmesta starfsemi þeirra flestra, þá byggingarframkvæmdir, eins og félagsheimili, sund- laugar og íþróttavellir, ferðalög, leikstarfsemi og ýmiss konar samkomuhald, málfundir, söngstarf og mannúðarstarfsemi. Mörg Umf. unnu myndarlega að glæsilegum sigri í samnor- rænu sundkeppninni. Umræðuefnin eru margvísleg. Hér skulu nefnd nokkur dæmi: Rafmagnsmál. Hýbýlaprýði. Verzlunarmál. Tízkan. Konan og þjóðfélagið. Hjúskaparmál, Málvöndun. Vöxtun sparifjár. Þér- anir. Sóttvarna- og heilbrigðismál. Piparsveinaskattur. Heim- ili og hýbýlaprýði. Ættjarðarást. Hvaða útvarpsefni er skemmtilegast? Hversvegna giftist unga fólkið siður í sveit- um en kaupstöðum? Stjórnarskrármálið. Starfsíþróttir. Af hverju stafar flótti fólksins úr sveitinni? Véltæknin og land- búnaðurinn. Skáldskaparstefnur. Stefnur i málaralist. Hver er eftirminnilegasti atburður síðasta árs? Frá einstökum Umf. er þetta helzt að segja: Umf. Þróttur, Vatnsleysuströnd, fór skemmtiferð um Norð- urland til Mývatns. Girti land til trjáræktar og gróðursetti 200 plöntur. Umf. Bessastaðahrepps, Álftanesi, fór skemmtiferð til Stykk- ishólms og út í Breiðafjarðareyjar. Þátttakendur 26. Undirbýr skógræktarstörf. Umf. Afturelding í Mosfellssveit vinnur að iþróttavelli hjá Hlégarði. Umf. Drengur, Kjós, girti landareign sína. Vann 220 dags- verk í íþróttavelli sínum við Félagsgarð, sem verður hið glæsi- legasta mannvirki. Félagsblaðið kom út i 4 tbl. Farin skemmti- ferð að Klaustri með 30 þátttakendum. Umf. fslendingur, Andakil, minntist 40 ára afmælis með viðhöfn. Bókasafn félagsins telur 846 hindi. Umf. Dagrenning, Lundarreykjardal, vann áfram að félags- íþróttamót Umf. Vals á Mýrum og Umf. Vísis í Suðursveit var háð að Hrollaugsstöðum i Suðursveit 17. júní. Visir vann mótið með 23 stigum. Valur hlaut 21 stig.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.