Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1952, Side 69

Skinfaxi - 01.11.1952, Side 69
SKINFAXI 165 kvikmyndavélar. Kostnaður um kr. 200 þús. Gróðursetti trjá- plöntur í reit félagsins. Hélt 6 kvöldvökur. Umf. Þorsteinn Svörfuður, Svarfaðardaþ fór skemmtiferð í Borgarfjörð. Þátttakendur 20. Yngri deild starfar innan fé- lagsins. Umf. Skíði, Svarfaðardal, vinnur að skógrækt með ýmsum hætti og innan félagsins er starfandi skógræktarnefnd. Bindindisfélagið Dalbúinn, Saurbæjarhreppi, vann að vega- lagningu í Leynishóla með jarðýtu og haridverkfærum. Þar er samkomustaðuar félagsins að sumrinu og trjáreitur, sem árlega er plantað í. Var girðingin umhverfis landið endur- bætt. Umf. Efling, Reykjadal, gefur út handritað blað. Vinnur að trjárækt og á fallegan trjálund. Umf. Leifur heppni, Kelduhverfi, gefur út handritað blað. Félagsmenn unnu nokkur dagsverk hjá tveimur ungmenna- félögum, sem voru að reisa nýbýli. Umf. Afturelding, Þistilfirði, vinnur að íþróttavallagerð við samkomuhús sitt að Svalbarði. Endurbætti og veg að húsinu. Umf. Fram, Hjaltastaðaþinghá, vinnur að byggingu félags- heimilis og íþróttavallar á sama stað. Félagið á 14 ær, sem félagsmenn fóðra því að kostnaðarlausu. Iþróttafélagið Þróttur, Neskaupstað, hefur lagt 30 þús. og 2000 dagsverk i sldðaskálabyggingu. Umf. Austri, Eskifirði, sýndi Skuggasvein G sinnurn. Rekur félagsheimili og kvikmyndasýningar. Umf. Stöðfirðinga lék Tengdamömmu og undirbýr sund- laugarbyggingu. Umf. Öræfa gróðtirsetti.800 trjáplöntur í reit sinn að Svína- felli og girti liann. Á hann að verða minningarreitur látinna félaga í Umf. Öræfa. Gefur út handritað blað. Ilélt fjórar samkomur með fjölbreýttum skemmtiatriðum. Umf. Ósk, Fljótshverfi, á bókasafn með 596 bindum og 1500 m- skógarreit. Umf. Meðallendinga gróðursetti trjáplöntur við hús félags- ins að Efri-Ey. Bókasafn félagsins telur 415 bindi. Umf. Dagsbrún, Austur-Landeyjum, fór skcmmtiferð um Bórgarfjörð. Umf. Merkihvoll, Landssveit, vinnur að byggingu félags- heimilis. Gróðursetti 800 trjáplöntur i reit félagsins. Umf. Ásahrepps, Holtum, minntist 40 ára afmælis. Vinnur að byggingu félagsheimilis í Ási. Bókasafn félágsins telur 746 bindi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.