Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 70

Skinfaxi - 01.11.1952, Page 70
166 SKINFAXI Umf. Samhygð, Gaulverjabæjarhreppi, vinnur að skógrækt með ýmsu móti. Hélt sex almennar skemmtanir, auk þess: Grímu- og hjónadansleiki, spilakvöld, bauð Umf. Biskups- turigna. Fór skemmtiferð til Vestmannaeyja. Bókasafn félags- ins telur rúmlega 500 bindi. Gefur út liandritað blað. Umf. Eyrarbakka fór tveggja daga ferð á Þórsmörk. Ilafði taflæfingar vikulega i 3 mánuði. Iðkaði söng tvisvar í viku allan veturinn. Hafði vikivakakennslu. Hélt fjórar almennar skemmtanir og fjórar kvöldvökur. Fór 28 ferðir í sundstað i norrænu sundlceppninni. Bókasafn félagsins telur 2000 bindi. Umf. Selfoss vinnur að byggingu iþróttavallar á Selfossi og gróðursetti 2100 trjáplöntur við íþróttavöllinn. Umf. Baldur, Hraungerðishreppi, lélc Almannaróminn þrisvar. Fór tveggja daga skemmtiferð um Borgarfjörð, til Stykkis- hólms og Breiðafjarðareyja. Vinnur að því að koma upp bæj- arskógi í samvinnu við búnaðarfélag og kvenfélag sveitar- innar. Gróðursetti 800 plöntur á tveimur bæjum. Hefur kar- töflurækt til ágóða fyrir félagið. Vinnur að byggingu íþrótta- vallar. Umf. Skeiðamanna keypti 6800 trjáplöntur og setti i heimil- istrjáreiti bjá 10 bændum á Skeiðum. Umf. Gnúpverja gefur út fjölritað blað „Gnúpverjann“. Sér um rekstur Lestrarfélags Gnúpverja og styrkir það árlega með fjárframlögum. Gróðursetti trjáplöntur i reit félagsins að Stóra-Núpi. Umf. Hrunamanna æfði mörg leikrit og hélt söngnámskeið. Gróðursetti 2500 plöntur að Álfaskeiði. Trjáauppeldi á veg- um félagsins er í Hvammi. Þar eru nú i uppeldi um 15 þús. plöntur. Vinnur að iþróttavallagerð og byggingu félagsheimilis. Hefur nýlega lokið sundlaugarbyggingu. Hefur 56 áskrifendur að Skinfaxa. Umf. Hvöt, Grímsnesi, Iék Leynimel 13 tvisvar. Bókasafn félagsins telur 1150 bindi. Skýrslurnar bárust betur en áður til U.M.F.Í. og er liér um ánægjulega framför að ræða. Þessi sambönd sendu skýrslur frá öllum félögum sínum eða 100%: U.M.S. Kjalarnesþings, Dalasýslu, Norður-Breiðfirðinga, Strandasýslu, Skagafjarðar, Eyjarfjarðar og Vestur-Skaftafellssýslu. Eina skýrslu vantaði frá U.M.S. Norður-Þingeyinga og tvær frá þessum sambönd- um: U.M.S. Borgarfjarðar, Vestfjarða, A.-Hún. og S.-Þing. — Takmarkið er, að bvert einasta héraðssamband sendi allar skýrslurnar fyrir 1. maí ár hvert. D. Á.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.