Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1954, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.11.1954, Qupperneq 2
98 SKINFAXI skoðað kýrnar í Laugardælum, þykir tilhlýðiiegt að kynnast afurðum búsins, Kaupfélag Árnesinga býður upp á skyr og rjóma. I Hveradölum hafði Sveinn Ás- geirsson gert okkur fyrirsát og veitt góðan beina af hálfu Reykjavíkur. Nú er langl um liðið frá þeirri máltið, enda bragðast skyrið og rjóminn vel, einnig sumum þeim, sem nú fá þennan rétt í fyrsta sinn á ævinni. Tíniinn líður, við verðum að flýta för okkar að Laugarvatni. Er þangað kemur, rís upp framkvæmda- stjóri mótsins, Ingólfur Guðmundsson, og skipar hverjum manni til rúms, en til þessa hefur Ingólfur alræðisvald, bvort sem betur líkar eða ver. Þegar menn liafa borið inn föggur sínar, er gengið til borð- stofu, en að snæðingi loknum, kl. 9 um kvöldið, er mótið sett í sal Húsmæðraskóla Suðurlands. Setning mótsins, mótsgestir. Aðalsetningarræðu flytur séra Eirikur J. Eiriksson, sambandsstjóri UMFÍ, en síðan flytja fulltrúar er- lendu félaganna slutt ávörp. Eftir ávarp livers full- trúa er sunginn þjóðsöngur þjóðar hans. Fáein orð eru sögð á íslenzku við þetta tækifæri, flutt af full- trúa finnskumælandi Finna, Vasama, sem annars talar sænsku meðal okkar. Þetta kemur skemmtilega á óvai’t, og það er hið eina, sem við Islendingarnir heyrum á móðurmáli okkar úr ræðustól á þessu móti, fyrir utan einn fyrirlestur, sem jafnframt er útbýlt fjölrituðum á dönsku. Allt annað er flutt á „skandin- avisku“, sænsku, dönsku og norsku. Hvaða fólk er hér saman komið? Hér eru fulltrúar frá ungmennafélögum fimm Norðurlanda, Færeying- ar eru því miður ekki með í þetta sinn. Finnar eru 11, Svíar 8, Norðmenn 5, Danir 10 og hinn 11. bættisl hér í liópinn, Elsa Hansen, kennari. Islendingar eru 30—40, en aðeins 16 þeirra eru allan tímann. Þetta

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.