Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 5

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 5
SKINFAXI 101 þjálfaö til að fylgjasl vel með sænskunni. En hjartað skilur þvi betur og fagnar, þegar englarnir bjóða til vinsamlegs samstarfs, þar sem þeir stiga bimneska dansa uppi í skýjunum, svipta þeim loks brott og breiða ylgeisla sólarinnar yfir jörðina og þerra tár sín af grasinu og limi skógarins i einu vetfangi. Þá leitum við út i fegurð lífsins. Kl. 8.30 hefst samkoma, sem Danir og Sviar sjá um. Minnisstæðasta atriði hennar er efalaust lit- skuggamyndasýning Jolin Ingolfs. Ekki aðeins vegna ágætra mynda, heldur var túlkun bans svo frábær, að helzt minnti á fagurt ljóð. Annað, sem ekki gleymist, eru samkvæmisleikir og þjóðdansar. Frændur okkar eru öfundsverðir af þessum leikjum — en þeir veita þér fúslega lilutdeild í þeim: þú, sem elskar leik og dans, komdu á svona mót! En það er of sjaldan kvöld og kvöldið er of stutt, við þvi máttu vera búinn. Áð- ur en varir verðurðu að bjóða góða nótt. Kannski svíkstu samt um að fara að sofa, —- kannski seztu niður úti i mildri sumarnóttinni og byrjar að yrkja: Hér á Laugarvatni það gengur glatt, nú er gaman að vera til. Iiver en pratar og synger med sínu nefi ett samnordisk sprák — hér um bil ... Eða e. t. v. ferðu í gufubað og iskalt steypibað á eftir. Þá er nú ekki mikið orðið eftir af andríki, — þú geispar og finnur, að þú ert bæði þreyttur og syfjaður. Samt ertu árla á fótum laugardaginn 3. júlí. Veðr- ið er dásamlegt, og' svo er guði og Grænlandslægðum fyrir að þakka, að við kunnum að gleðjast yfir góð- viðri. Þú byrjar í gufub.aðinu, bleypur síðan út í vatn og syndir lítinn spöl. Úff, vatnið er kalt! Og nú verðurðu að flýta þér, senn kemur fólkið út til að hylla fánana og heilsa nýjum starfsdegi. Þennan dag eru fluttir fimm fyrirlestrar. Það kynni

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.