Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 8

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 8
104 SKINFAXI um Ivo fyrirlestra árdegis, Jiina síðustu á mótinu. Próf. Einar Ólafur Sveinsson ræðir liandritarnálið af hógværð og alvöruþunga, og siðar flytur Jens Marinus Jensen erindi um trúarstefnur o. fl. Önnur erindi, sem ekki hefur verið getið jafnóðum, eru þessi: Ungmennafélög íslands (sr. Eiríkur J. Eiríksson), Ungmennafélög og' íþróttir (Þorsteinn Einarsson), Saga Islendinga (próf. Þorkell Jóhannesson). Starf- semi 4-H félaga (starfsíþróttir) i Bandaríkjunum (Matlhias Thorfinnsson) og 4-H félög Svíþjóðar og styrkveitingar ríkisins (Alvar Lindherg). Fyrirlestr- ar eru þar með orðnir tólf á þremur og hálfum degi, fyrir utan allar ræður í Þrastskógi. Maður undrast þolinmæði ungu stúlknanna, sem láta sig aldrei vanta. Hver skyldi trúa þessari kynslóð til þess að sitja dag eftir dag undir fyrirlestrum um misjafnlega hugþekk efni, rneðan júlísól skín í heiði á glampandi blátt Laugarvatn og grænan skóginn. Skálliolt — Gultfos.s — Geysir. En nú er komið að því að útþráin fái ofurlitla full- nægingu. Eflir hádegi þennan dag er lagt af stað í ferðalag til Skálholts, Gullfoss og Geysis mikla. í Skálholli er grafið af kappi i kirkjurústunumí Af kappi? Kannski heldur einhver, að það sé ofmælt, er það vitnast, að flestir moka með matskeiðum. Þó er Björn Sigfússon með skóflu þessa stundina. Dr. Björn og Magnús Már Lárusson, prófessoi-, segja okkur í fám orðum hið helzta um þennan slað og uppgröft- inn. Síðan höldum við áfram ferðinni sem leið liggur til Gullfoss. Þegar þú kemur að Dettifossi í fyrsta sinn, fer um þig hrollvekjandi, titrandi straumur, sem varnar þér máls og hreyfingar, og ef þú horfir nógu lengi i beljandi flauminn, mun hinn ógnþrungni kvnngi- kraftur fossins seiða þið út í iðukastið. Gullfoss er

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.