Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 9

Skinfaxi - 01.11.1954, Page 9
SKINFAXI 105 töfrandi í sólskininu — en þér stendur engin ógn af honum. Regnboginn, tákn sátta og friðar milli manns og dularafla, teygir sig yfir gljúfrið, þar sem fossúð- inn stígur upp í móti sólinni. Hér gætirðu unað lang- ar stundir. En „bussen vánter“, viS megum ekki verða of sein að Geysi, bann „sprutar“, þegar honum er mál og bíður ekki. Sigurður Greipsson býður okkur til stofu, en þar bíða okkar rausnarlegar veitingar béraðssambands- ins Skarphéðins. En fólkið gengur treglega inn. Jens Marinus og bóndinn Pedersen liafa nefnilega náð í sinn hestinn hvor og brugðið sér á bak. Pedersen hleypir á sprett, og við bíðum með öndina i hálsin- um eftir að sjá hann steypast á liöfuðið. En Pedersen steypist ekki á höfuðið. Geysir kvað vera duttlungafullur, Sigurður Greips- son segir, að bann sé ekki alltaf kurteis við gesti sina. Kannski er áslæða til þess — eða er það nokkur kurteisi við Gej'si að mata hann á sápu? Myndi bann ekki kunna betur að meta vegabréf með mynd fag- urrar konu eða aðra dýrmæta hluti úr jnissi ferða- langsins? Höndin með vegabréfið liikar, e. t. v. er sápuhroðinn hið eina, sem getur mildað Geysi. Við horfum íliugandi á hverinn og Sigurð til skipt- is. Smám saman er eins og binn siðarnefndi verði aðalatriðið, þar sem hann gengur umhverfis hver- inn með sápuskófluna í hendi eins og veldissprota eða galdrastaf, horfandi svo íbygginn niður í djúpið, að maður tekur ósjálfrátt að leggja við hlustir til að nema af vörum hans þá töfraþulu, sem á að vekja af dvala keisara allra lieimsins goshvera. En allt kem- ur fyrir ekki. Ætlar liann að bregðast okkur? Von kviknar — von dvínar. Loks tekur fylkingin að riðlast. Við erum samt í góðu skapi og geruni okkur sitthvað til gamans. Jen-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.