Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 11

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 11
SKINFAXI 107 með söknuði. Hér höfum við átt góðar stundir. Af hálfu staðarins og heimafólks hefur verið mjög vel að okkur búið, vcðrið hefur verið indælt, félagsskap- urinn hinn ákjósanlegasti og allt hefur gengið vel. En |)að er líka horft með eftirvæntingu fram á við, þvi að dagurinn í dag gefur fögur fyrirheit, — aðeins með einu skilyrði: að veðrið verði hjart og hlýtt. Það er súld á Þingvöllum. Við göngum samt á Lög- herg, og á þessum fornlielga stað segir prófessor Einar Ólafur Sveinsson sögu Þingvalla. Frá Þingvöllum er ekið stanzlaust að Hreðavatni og snæddur hádegis- verður hjá Vigfúsi, síðan er lialdið að Varmalandi og þaðan til Reykholts, þar sem Ungmennasamband Borgarfjarðar býður lil kaffidrykkju. Formaður þess, Snorri Þorsteinsson, ávarpar gestina, og sr. Einar Guðnason segir sögu staðarins. A alla þessa staði er gott að koma, og kræsingar Borgfirðinga koma í góð- ar þarfir. En eitt er nauðsvnlegt, og þetta eina er ekki á valdi Borgarfjarðar — það er úrhellisrigning. „Og flóðgáttir himinsins lukust upp, og steypiregn dundi yfir jörðina.“ Einmitt svona lilýtur það að hafa verið. En vonandi heldur j)að ekki áfram í 40 daga og 40 nætur eins og þá. — Leirugt vatnið foss- ar yfir veginn og skvettist upp á rúðurnar, holurnar stækka, skriður falla í Skagafirði, ryðja burt brúm og grafa farartæki í aur og leðju. Svo ógurlegar eru ekki hamfarir náttúrunnar hér, en það væri til of mikils ætlazt, að ferðalangurinn skynjaði friðsæld og feg- urð Borgarfjarðar gcgnum öskrandi óveðrið. Og hvernig á að hatda uppi léttri lund á 15 stunda ferð við þessi skilyrði? Þess er ekki að vænta, að til þess nægi ein saman aðdáunin á bilstjóranum okkar, sem ekkert lætur á sig fá, livorki óvegi né illviðri né stutt- ar hvíldir og litinn svefn, en er ávallt jafn öruggur og hressilegur við stýrið, jafnvígur á útilegumanna- söngva og vögguljóð. Nei, undanfarnir dagar hafa ver-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.