Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1954, Qupperneq 12

Skinfaxi - 01.11.1954, Qupperneq 12
108 SKINFAXI ið erfiðir og livíldartíminn stuttur, og nú segir þetta óhjákvæmilega til sín. Augnalokin þyngjast smám saman, og það verður aldrei almenn þátttaka i söngn- um. Allar tilraunir til gamansemi missa marks og verða hjákátlegar, og loks er ekki um annað að gera en bíða, — bíða þess að tíminn líði og ferðin taki enda. Mótsslit og kveðjur. Hér með átti mótinu að vera lokið. En það er ekki liægt að slciljast með þessum hætti, Geysir sá fyrir því, að við gátum ekki haldið kveðjusamkomu á Laugarvatni, og svo líða nokkrir dagar áður en ferð fellur til Norðurlanda, svo að við ákveðum að halda hóp enn um sinn. Einn dagurinn er notaður til að skoða listasafií Einars Jónssonar, Háskólann og Landakotskirkju, annan dag er farið til Krýsuvíkur. En aldrei er veðrið nógu bjart til þess að ráðlegt sé að leggja undir sig loftin blá og leita á vit þeirrar tignar, sem Island á mesta, þótt ráðstafanir væru að öðru leyti til þess gerðar — og meira að segja komið vel á veg með að magna eldgos inni á mesta jökul- fláka álfunnar lil sérlegrar tilbreytingar! Föstudagskvöld 9. júlí er skilnaðarhóf i Góðtempl- arahúsinu, og um hádegi næsta dag leggur Gullfoss frá landi og með honum flestir gestanna. Þessi nor- ræna æskulýðsvika er liðin. Var nokkuð til hennar að sækja? Þess spurðir þú áður ■— og réðst af að reyna, eða e. t. v. lézlu aðeins berast að Laugarvatni fyrir straumi örlaganna. Nú eru sumir ríkari að fróð- leik, aðrir að reynslu og áreiðanlega allir auðugri að gleði. Allir mótsgestir að Laugarvatni hafa styrkzt i þeirri von og trú, að vinátta og góðvild megi ríkja milli þjóða og einstaklinga, að kærleikurinn muni að lokum bræða ís hjartnanna og eyða vonzkunni úr heiminum. Ef þú efast samt um, hvort þér var ávinn-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.