Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1954, Síða 18

Skinfaxi - 01.11.1954, Síða 18
114 SKINFAXI ýmsar spurningar og sýnir frain i hugann. Er ekki kominn tími til að við gerum okkur fulla grein fyrir þessum mikla uppeldismismun? Ættum við ekki að atliuga sem fyrst, hvort mörg og sterk rök hníga ekki að því, að hver æskumaður íslands og meyja leggi fram einliverja ákveðna fórn til uppbijí/gjandi starfa í þjóðíélaginu? Er ekki einmitt sérstaklega vel við eigandi, að vegna ]>ess, að hér er engin herskylda, færi íslenzk æska, bæði stúlkur og piltar, ættjörð sinni hliðstæða fórn til jákvæðra, aðkallandi starfa, sem alls staðar bíða iðjusamra handa? Og allt í einu hirtist heillandi sýn. Ég sé þúsundir íslenzkra æskumanna og meyja ganga árlega, glöð og djörf, undir öruggri stjórn, til margs konar upp- hyggjandi starfa til heilla fyrir land og lýð. Ég sé þau vinna að margþættum nytjastörfum, svo sem garð- yrkju, vegagerð, framræslu, sandgræðslu, skógrækt, aðkallandi byggingum og mannvirkj agerð o. fl. o. fl. Ég sé að allir vinna af fúsleik og skyldurækni, með vaxandi trú á nauðsyn og þroskagildi vinnunnar. En yfir starfinu hvílir heiðríkja og hjartsýni æskunnar. Ég heyri, að unga fólkið segir glaðlega sín á milli, að störf þessi vinni það álweðna mánuði sem ofur- litla þakklætisfúrn til ætjarðar sinnar fyrir marg- víslega aðstoð og þægindi, sem þjóðfélagið veilir því, og einnig í þakkarskyni fyrir þau forréttindi, sem það nýtur um fram æskulýð flestra annarra þjóða, — að þurfa ekki að leysa af hendi neina herskyldu í tvö löng ár. Og áður en langl liður, sé ég þegnskaparstörf ís- lenzka æskufólksins bera ríkulega ávexti. ísland, ætt- landið okkar góða og kæra, breytir smám saman um svip. Það verður, í margs konar lillili, hyggilegra og fegra, af því að hörn þess eru fórnfús og dugmikil, og samtaka til góðra og nytsamra verka. Og ég heyri

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.