Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1954, Síða 22

Skinfaxi - 01.11.1954, Síða 22
118 SKINFAXI A F ERLENDUM VETTVAN G I B Gullna hliðið (Gömul dagbókarblöð). Inni í bílstöðvarsalnum er fjöldi íolks, og út frá öllum farmiðasöluklefum standa langar raðir. Ég tek mér stöðu aftan við eina röðina. Meðan röðin mjak- ast áfram, hef ég góðan tíma til að virða fyrir mér þennan stóra og glæsilega sal, sem er miðstöð fyrir Greyhound-bifreiðafélagið hér í borg. Hann er svip- aður öðrum slikum stöðvarsölum í stórborgunum, blaðasöluborð og sælgætissöluhólf hingað og þangað, upplýsingarstöð í miðju, farangursgeymsluskápar meðfram einum veggnum, bekkir hér og þar á gólf- inu, rakarastofur í hliðarlierbergjum, skóburstaraaf- drep í einu horninu, snyrtiherbergi í kjallara. í saln- um er sífelldur kliður af tilkynningum frá liátölur- um um brottfarartíma langferðabílanna, töslcur og farangur við Iivers manns fætur, allt á ferð og flugi. Salurinn er furðu hlýlegur, þrátt fyrir steingólfið og snauða veggi. Innan stundar stend ég framan við opið á afgreiðslu- klefanum. Röðin er komin að mér. „Gæti ég fengið fanniða yfir Gullna hliðið?“ spyr ég afgreiðslustúlkuna. Það er eins og henni verði hvumsa við spurninguna, hún fipast í sínum venju- lega samagangi miðasölunnar, litur á mig rannsak- andi: —- Von bráðar áttar hún sig þó, brosir litið eitt og segir: „Bara yfir Gullna liliðið?“ „Já, bara yfir Gullna hliðið og til balca.“ Hún á auðsjáanlega ekki að venjast slíku á þessum síðustu tímum, þegar allir eiga ákveðið erindi og

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.